Óvinsælasti maðurinn í þorpinu
Bíllausi dagurinn er í dag en það breytir því ekki að við bílablaðamenn skrifum eins og aðra daga um bíla. Áðan birti Mat, vinur minn (einhliða vinátta reyndar því hann þekkir mig ekki) hjá CarWow, stórgott myndband þar sem hann er á 3 tonna og 1.000 hestafla amerískum pallbíl í smáþorpi á Englandi.
Viðbrögð annarra vegfarenda eru, tjah, áhugaverð! Það er ekkert grín að vera á svona tröllabíl á stað eins og þessum. Sjáið bara!
Umræður um þessa grein