Þrenna hjá Mitsubishi sem slær enn og aftur í gegn:
Ótrúlegur árangur hjá mest selda bílnum á Íslandi
Ísland í öðru sæti á lista yfir söluhæstu lönd Evrópu á Mitsubishi Eclipse Cross.
Fjórhjóladrifni tengiltvinnbíllinn (PHEV) Mitsubishi Eclipse Cross hefur svo sannarlega slegið í gegn á Íslandi eins og forveri hans Mitsubishi Outlander.
Eclipse Cross er mest seldi bíllinn á Íslandi það sem af er ári en frá áramótum hafa verið nýskráður 649 bílar sem er rúmlega 14% meira en Toyota Rav4 sem er sá bíll sem er næst söluhæstur.
Í maí náðist sá ótrúlegi árangur að Ísland hafnaði í öðru sæti á lista yfir þau lönd í Evrópu sem hafa selt mest af Eclipse Cross. Í maí voru nýskráðir 257 Mitsubishi Eclipse Cross bílar á Íslandi en einungis Þýskaland var með fleiri nýskráningar í mánuðinum.
Þar að auki var salan á Íslandi um 40% hærri en sala á Spáni sem vemir 3 sætið á þessum lista.
Þessi ótrúlegi árangur Íslands hefur vakið verðskuldaða athygli og nýverið barst Heklu bréf frá framkvæmdastjóra Evrópumarkaða Mitsubishi Motors þar sem hann þakkar persónulega fyrir frábæran árangur Mitsubishi á Íslandi.
„Það er einnig gaman að segja frá því að markaðsefnið sem við unnum fyrir Eclipse Cross í fallegu Íslensku umhverfi hefur einnig vakið athygli útfyrir landsteinana og höfum við fengið beiðnir frá öðrum mörkuðum að fá að nota efnið“ segir Hjördís María Ólafsdóttir markaðsstjóri Heklu.
Mitsubishi er þar að auki lang söluhæsta vörumerkið á Íslandi í tengiltvinnbílum (PHEV) en Eclipse Cross er með rúmlega 250% fleiri nýskráningar á árinu en Hyundai Tucson sem er sá tengiltvinnbíll sem næstur kemur í röðinni með 256 nýskráningar það sem af er ári.
Umræður um þessa grein