Það hefur ekkert tekið Hyundai neitt sérstaklega langan tíma að komast talsvert langt í hönnun og framleiðslu öflugra sportbíla. Núna eru menn þar á bæ að eiga við rafbíl í þessa veru og spurning hversu langt þeir komast að því að búa til „alvöru“ sportara úr Ioniq 5 sem þeir merkja með stóru N-i.
Grjótharður sportari
Það er alveg búist við um verði að ræða harðkjarna útgáfu af sigurvegara Auto Express frá árinu 2021 en hann hlaut útnefningu fyrir að vera besti bíllinn það árið. Líklega verður um að ræða fjórhjóladrifinn bíl sem ætti að minnsta kosti að gefa 577 hestöfl en það er sama hestaflatala og Kia EV6 GT gefur en bílarnir eru byggðir á sama grunni.
Njósnamynd: Það sást til bílsins þar sem verið var að láta hann virkilega finna fyrir því á Nürburgring brautinni.
Snöggur og snarpur
Við gætum verið að sjá tíma sem er vel undir fjórum sekúndum fá 0-100 km/klst. og hámarkshraða umfram 250 km/klst. Upplýsingum hefur einnig verið lekið að verkfræðingar Hyundai séu að búa til bíl sem verður búinn „launch control“ búnaði, tölvustýrðri aðlögunarhæfri fjöðrun og háþróaðri tölvustýrðri togstýringu (torque vectoring).
Reiknað er með að Ioniq 5 N verði einnig með hinni goðsagnakenndu N e shift skiptingu (m. torque blips) sem virkar þannnig að ekki þarf að þarf að slá af orkugjöfinni til að skipta um gír og gefur ökumanninum svipaða tilfinningu og um beinskiptan bíl með bensínvel væri að ræða.
Kynntur í júlí
Það sem sést hefur gefur vísbendingar um að stuðarasettið sé allt mun klossaðra og vindkljúfur efst á afturhleranum. Samt talsvert léttari efnablöndur sem notaðar eru en á orginal bílnum. Bíllinn verður þó auðþekkjanlegur enda áberandi sniði Ioniq 5 ekki svo auðveldlega klúðrað.
Umræður um þessa grein