Opel verður ekki með á IAA-bílasýningunni í München
- VDA samtök bílaiðnaðarins í Þýskalandi höfðu vonast til að laða stór nöfn að endurnýjuðum viðburði
Stellantis hefur staðfest að Opel muni ekki taka þátt í bílasýningunni í München í ár sem kemur í stað Frankfurt sem vettvangur bílasýningarinnar í Þýskalands í september, og hefur verið haldin á tveggja ára fresti.
Ákvörðunin er reiðarslag fyrir skipuleggjanda sýningarinnar, VDA (Verband der Automobilindustrie) eða samtök bílaiðnaðarins í Þýskalandi, sem vilja laða að stór nöfn til að vekja áhuga á endurnýjuðum atburði.
„Vörumerki Stellantis hópsins taka ekki þátt í IAA í München í ár,“ sagði talsmaður Stellantis við Automotive News Europe. Opel mun hinsvegar frumsýna nýjan Astra mánuði fyrir sýninguna.
Áður hafði verið greint frá því að vörumerki Stellantis, sem ekki eru þýsk, þar á meðal Peugeot, Citroen, Fiat, Alfa Romeo og Jeep, myndu sleppa viðburðinum en Opel, sem var stofnuð árið 1862, var enn að vega hvort hann mætti, samkvæmt heimildum .
Önnur vörumerki sem ekki verða á sýningunni eru Jaguar Land Rover, Toyota og Kia.
Endurnýjað snið á sýningunni
Í endurbættri sýningu verður meiri áhersla lögð á þróun hreyfanleika í framtíðinni og mun dreifa sýningaratriðum sem aðdráttarafli á fjölda staða um alla borgina frekar en að hafa allt á einum stað.
Sýningarstaðirnir verða tengdir með svokölluðu „Blue Lane“, vegakerfi sem virkar bæði sem prófunarleið fyrir nýjungar í „hreyfibifreiðum“ og til að flytja gesti á mismunandi staði.
Hugtakið „Open Space“ mun einnig setja sýningar frá bílaframleiðendum á ýmsum torgum og görðum í miðbæ München. Meðal bílaframleiðenda sem hafa skráð sig til þátttöku í hugmyndinni eru Volkswagen, Ford, Dacia, Polestar, Audi, Porsche, Cupra, Mercedes-Benz, BMW, Nio og Wey (í eigu Great Wall í Kína).
„Við höfum þegar sterkar skuldbindingar vegna IAA, svo við erum mjög fullviss um að við getum laðað framleiðendur og birgja hvaðanæva að úr heiminum til München,“ sagði Hildegard Mueller, forseti VDA, á kynningu á nýju sniði í fyrra.
Samhliða bílaframleiðendum munu birgjar, reiðhjólamerki og fjölbreytt úrval tæknifyrirtækja sýna sínar vörur að sögn IAA.
Audi mun sýna hugmyndir að nýju rafmagns flaggskipi sínu, deilt með Porsche og Bentley, sem hefur verið kallað Project Landjet, tilkynnti Automobilewoche sem er systurútgáfa Automotive News Europe
(Reuters- Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein