Opel Crossland missir „X“ í nafninu; fær nýja útlitið frá vörumerkinu
Opel / Vauxhall hefur gefið Crossland, litla sportjeppanum nýja „Vizor“ útlitið að framan sem hluta af andlitslyftingu á miðjum líftíma bílsins.
Sporteppinn verður einnig þekktur einfaldlega sem Crossland og „X“ er tekið úr gerðarheitinu. Sama breyting var gerð af hálfu Opel / Vauxhall þeir sendu aðra kynslóð Mokka á markað fyrr á þessu ári.
„Vizor“ hönnunin, sem samþættir aðalljós, grill og lógó í einn flöt, var frumsýnd á nýja Mokka. Þetta sækir áhrif fráá Opel GT X, rafknúnu sportjeppahugmyndabílnum frá 2018 sem sótti innblástur í Opel Manta coupé snemma á áttunda áratugnum.
Crossland var ein af fjölda gerða sem General Motors þróaði með PSA Group sem hluti af iðnaðarsamstarfi sem bílaframleiðendurnir tveir skrifuðu undir árið 2012, áður en PSA keypti Opel / Vauxhall af GM árið 2017. Crossland er í „systkinahópi“ með Citroen C3 Aircross, og ökutækin tvö eru smíðuð í verksmiðju PSA í Zaragoza á Spáni.
Crossland var fyrst sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf 2017 og kom ekki löngu eftir að PSA opinberaði áform sín um að kaupa Opel / Vauxhall.
Hann kom í stað Meriva smábílsins af svipaðri stærð í framboði Opel, í viðleitni til að nýta sér aukna eftirspurn eftir sportjeppum og crossover.
Sala Crossland jókst úr tæpum 39.000 árið 2017 í tæp 115.000 árið 2019. Hann var í sjötta sæti í flokki lítilla sportjeppa / crossover fyrri hluta árs 2020 með 42.726 bíla sölu, samkvæmt gögnum frá JATO Dynamics, sem er samdráttur um 34 prósent. Renault Captur leiddi flokkinn með 70.148 bíla sölu. Hlutinn lækkaði um 37 prósent á fyrri hluta ársins.
Opel / Vauxhall hefur verið með tvo þátttakendur í flokknum með Crossland og Mokka. Nýjasti Mokka er eingöngu PSA-þróað ökutæki. Ekki er ljóst hvort Crossland, sem enn hefur ummerki frá GM í sér, verður endurnýjaður í lok lífsferils síns. Hann er ekki byggður á nýjusta CMP grunni PSA og er ekki með rafmagnað afbrigði.
Aftur á móti notar nýi Mokka CMP grunninn og býður upp á bensín, dísil og rafknúnar drifrásir.
Varðandi aðra gerð sem PSA og GM þróuðu sameiginlega, Grandland X sportjepplingurinn, er gert ráð fyrir andlitslyftingu á næsta ári og sá bíll missir einnig „X“ úr nafni sínu.
Til viðbótar við nýjan framenda hefur Crossland endurnýjað hlífðarsplötur að framan og aftan. Opel / Vauxhall hefur þróað nýja gorma og dempara fyrir McPherson fjöðrun að framan og aftan á snúningsöxli. Opel / Vauxhall segist einnig hafa bætt nákvæmni í stýri með nýrri millistöng.
Bílaframleiðandinn hefur einnig endurskoðað spyrnustýringarkerfið, sem það kallar „IntelliGrip“, með fimm stillingum.
Þessi gerð Crossland með uppfærðu útliti verður fáanlegur í sýningarsölum umboða snemma árið 2021, sagði Opel.
(frétt á Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein