Fyrsti bíll Omoda í Bretlandi er ætlað að stela sölu frá Nissan Qashqai og Renault Symbioz í millistærðar jepplingaflokki.
Opið er fyrir pantanir á þessum nýja Omoda 5 jepplingi í Bretlandi, með verð frá 4.6 milljónum króna – nálægt 900 þús. krónum minna en helsti keppinautur hans, Nissan Qashqai. Þá er byrjunarverð rafknúins Omoda E5 frá rúmum 6 milljónum. Fyrstu bílar eru komnir til Bretlands.
Við þekkjum reyndar ekki við Omoda nafnið vegna þess að kínverska vörumerkið er aðeins nýkomið á markað í Bretlandi og 5/E5 eru fyrstu gerðirnar sem það selur þar.
Báðar gerðirnar eru fáanlegar í aðeins tveimur útfærslum: Comfort og Noble. Staðalbúnaður felur í sér 18 tommu álfelgur, þráðlaust Apple CarPlay og Android Auto, 50W þráðlausa hleðslu, hita í stýri, bakkmyndavél og lyklalaust aðgengi.
Aðlagandi hraðastillir, blindsvæðisskynjun og umferðarteppuaðstoð eru einnig hluti af aðstoðarpakkanum, auk þess sem Omoda er með sjö ára/160.000 km. ábyrgð á öllum bílum sínum.
Bíllinn er ansi vel búinn. Til dæmis kemur bensínknúni Omoda 5 með tvöföldum 10.25 tommu skjám og átta hátalara Sony hljóðkerfi, en E5 er með par af 12.25 tommu skjám og aðeins dýarari gerð af Sony hljómtækjum.
Uppfærsla í Noble kostar ríflega 327 þúsund krónur og bætir við sóllúgu, 360 gráðu myndavélakerfi, rafknúnum afturhlera, hita í sætum og umhverfislýsingu. Þá er sú útfærsla einnig með möguleika á 19 tommu felgum og tvílit.
Í bili er Omoda 5 eingöngu boðinn með 1,6 lítra túrbó bensínvél sem skilar 183 hestöflum og 275 Nm togi og eyðir um 7,6 ltr. á hundraðið.
Kraftur er sendur til framhjólanna með sjö gíra tvískiptum gírkassa og 0-100 km/klst. tekur 7,9 sekúndur. Skilvirkari tvinnútgáfa kemur síðar.
Omoda E5 sem er líka framhjóladrifinn er knúinn af 201 hestafla rafmótor og 61kWh rafhlöðu; drægnin allt að 415 kílómetrar á einni hleðslu og 0-100 km/klst. á 7.6 sekúndum.
80kW hámarkshleðsluhraði rafbílsins er ekki sá hraðasti, en gerir ráð fyrir 30-80% áfyllingu á 28 mínútum.
E5 getur einnig knúið ytri tæki eins og kaffivélar og önnur smátæki sem kemur til af því að hægt er að hlaða ökutæki (V2L) í gegnum rafkerfi bílsins, en báðar útgáfur eru með 380 lítra farangursrými.
Uppruni: Autoexpress.
Umræður um þessa grein