999 tröppur, 99 beygjur og 99 ára bílstjóri? Ekki alveg en þó allt satt nema þetta síðasta. Ekki má gleyma að hallinn er 45 gráður og að þetta er leiðin að sjálfu hliði Himnaríkis. Heaven´s Gate er óheyrilega merkilegur staður og eins og flestir vita komast ekki allir til Himnaríkis.
Til þess að komast þangað þarf maður að vera góður. Þ.e. góður bílstjóri eða í góðu formi.
Þetta merkilega hlið er í Kína og árið 2018 varð kappakstursökumaðurinn Ho-Pin Tung fyrstur til að aka að hliði Himnaríkis á Range Rover Sport PHEV.
Ökumaðurinn hefur keppt í ýmsum akstursíþróttum og má þar nefna 24 Hours of Le Mans (þar sem hann sigraði) og Formúlu E. Þá liggur nú beinast við að taka þrepin 999 og komast þannig á toppinn.
Þetta myndband er magnað og það virðist leikur einn að aka upp allar þessar tröppur. Getur verið að það sé svona auðvelt að komast að hliði Himnaríkis? Það er nú það…
Annað himneskt, hlykkjótt eða hressandi:
Í skýjunum: Ekið yfir hæstu brú heims
Þar er sú hlykkjótta
Besta bílaatriði íslenskrar kvikmyndasögu?
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein