Þannig vill til að núna eru tvær magnaðar græjur til sölu hjá Toyota á Akureyri. Báðar eru þær af gerðinni Toyota Yaris. Annars vegar er það Yaris GRMN ´18 og hins vegar Yaris GR-FOUR ´20.
Aðeins 400 smíðaðir
Eru þetta einu eintökin sem til eru á landinu og er sá fyrrnefndi einn af 400 sem smíðaðir voru fyrir Evrópu. Nánar tiltekið er þetta GRMN númer 35 af 400.
Lítum aðeins nánar á þessa bíla sem blaðamaður kallar „ofurbíla“ án þess að depla auga!
Yaris GRMN er 213 hestöfl, 1.8 L., framhjóladrifinn, 4 strokka og í raun réttri rallýbíll. Nýskráður í maí 2018, ekinn 30.000 km. og verðmiðinn 4.380.000 kr. Það er mun skemmtilegra að sjá bílinn í fullu fjöri en að lesa upptalningu undirritaðrar á tæknilegum staðreyndum. Þá getur YouTube komið að góðum notum:
GRMN hljómar skemmtilega, eins og heyra má hér:
Nánari upplýsingar um eintak númer 35 sem er til sölu á Akureyri má finna hér.
Þetta getur ekki verið leiðinlegt
Jæja, þá er það hinn: Yaris GR4, hið fjórhjóladrifna tryllitæki. Þetta er svo gott sem nýr bíll; nýskráður í nóvember 2020 og ekinn 6.000 km. Vélin er þriggja strokka, 1.6 L. 262 hestöfl og sem fyrr segir er bíllinn fjórhjóladrifinn. Verðmiðinn segir 9.180.000 kr.
Nú hefur undirrituð hvorki prófað GRMN né GR4 en skuggalega margt bendir til þess að það sé stórkostleg upplifun að aka þessum ofur-Yaris(um). Færri orð og meira myndefni er málið núna og því er við hæfi að sjá Chris Harris úr Top Gear í banastuði á GR4:
Hér geta áhugasamir fundið frekari upplýsingar um bílinn sem er til sölu. Meðfylgjandi myndir af bílunum tveimur eru birtar með leyfi Toyota á Akureyri en það er sannarlega fréttnæmt þegar tveir svona líka merkilegir ofurbílar eru til sölu. Og það á sama tíma!
Meira um Toyota GR, allt tæknidótið, afköst, hönnun og já, allt um bílana er til dæmis að finna hér og hér.
Fyrir okkur sem ekki eigum margar krónur í bauknum; þá er alltaf gaman að leyfa sér að fara í kappakstur í huganum og dreyma dálítið um skemmtilega bíla!
Umræður um þessa grein