Öflug útgáfa af Jeep Wrangler
2022 Jeep Wrangler Willys með Xtreme Recon pakka kynntur á Detroit 4Fest
Í Bandaríkjunum eru menn duglegir að skipuleggja ýmsa viðburði fyrir jeppaáhugamenn. 4Fest bjóða áhugamönnum upp á tvo heila daga af skemmtun í torfæruakstri og upplifun með gönguleiðum til að kanna, hæðir til að klifra, klettabrautir til að reyna eigin getu og hektara til að njóta þess að leika sér og keyra torfærubíla.
Til viðbótar við akstursupplifunina bjóða 4Fest Events upp á fulla dagskrá námskeiða í torfæruakstri þar sem ökumenn auka færni sína í akstri við slíkar aðstæður, þar á meðal námskeið fyrir algjöra byrjendur. Vinnustofurnar bjóða upp á fræðslu um torfærur, notkun á spili og að draga bíla og frágangi ökutækja.
Bílasýningin í Detroit er smærri í sniðum núna árið 2021, en í september var mikil bílahátíð í suðausturhluta Michigan í Bandaríkjunum.
Detroit 4fest
Jeep tilkynnti í vikunni að fyrirtækið muni styrkja Detroit 4Fest-einn af fremstu torfæruviðburðum landsins á Holly Oaks ORV Park, stórum torfæruleikvangi í nágrenni bílaborgarinnar Detroit. Áætlað er að 25.-26. september verði Detroit 4Fest á milli bílasýningarinnar í Detroit 21.-26. september og Motor Bella hátíðarinnar, 30. september-3. október.
Viðburðirnir þrír ættu að laða að sér tugþúsundir bílaaðdáenda og bílamiðla þar sem þeir lofa upplifunarsýningum sem bílaframleiðendur hafa beðið eftir.
Helsta ástæðan fyrir því að bílasýningin í Detroit hafði flutt dagsetningar í janúar til loka september var að opna möguleika fyrir bílaframleiðendur til að kynna vörur sínar fyrir sýningargestum. Framleiðendur hafa mikinn áhuga á að sýna farartæki sín betur en sem kyrrstæðar sýningar í ráðstefnuhöllinni.
4Fest viðburðirnir eru tækifæri til að aka nýjustu og bestu torfærubílunum og gerðum frá framleiðendum eins og Jeep, Polaris, Ford, Honda og mörgum fleirum.
Jeep kynnir Wrangler Willys með Xtreme Recon pakka
Jeep hefur tilkynnt að Wrangler Willys 2022 árgerði verði fáanleg með Xtreme Recon pakkanum sem inniheldur m.a. 35 tommu dekk með 17 tommu og 8 tommu „beadlock“ felgum.
Xtreme Recon pakkinn bætir einnig við styrkingu á afturenda, 4,56: 1 drifhlutfalli, 1,5 tommu hækkun á fjöðrun með einstökum höggdeyfum og hágæða diskahemlum á öllum hjólum.
35 tommu dekk beint frá verksmiðju
„Nýi Jeep Wrangler Willys með Xtreme Recon pakkanum gefur ástríðufullum viðskiptavinum okkar annan frábæran valkost fyrir 35 tommu dekk, beint frá verksmiðjunni,“ sagði Jim Morrison, varaforseti Jeep Brand North America.
„Willys-nafnið er bein tenging við upprunalega jeppann og hefur sérstaka merkingu fyrir Jeep vörumerkið. Við erum spennt að bæta nýja Wrangler Willys með 35 tommu BF Goodrich KO2 dekkjum.“
Xtreme Recon pakkinn er á listaverði í Bandaríkjunum á 3.995 dollara (um 515.000 kr) og er fáanlegur á Willys, Rubicon og Rubicon 392 gerðum.
(Frétt á vef Torque Report)
Umræður um þessa grein