„Ekki er öll vitleysan eins,“ sagði maðurinn og skrúfaði frá. Það þarf að huga að þrýstingnum þegar bíll er þveginn, ekki satt? Hér er ólögulegt bílbrak (afsakið Peugeot) „þvegið“ og þrýstingurinn ku vera 3000 bör. En stóra spurningin er: Hve mikill þrýstingur er hæfilegur þegar bíll er þveginn?
En til þess að lesendur haldi ekki að undirrituð sé að fíflast alla daga þá er hér fyrir neðan fróðlegt myndband til að vega upp á móti vitleysunni sem fékk að fljóta með.
Hér er Josh V. Ég veit ekki hvort það beri að skilja sem svo að þetta sé Josh „fimmti“ eða hvort Josh sé einfaldlega sonur hans Villa. Það skiptir ekki máli.
Josh V. heldur úti nokkuð vinsælli rás á YouTube auk þess sem hann rekur fyrirtækið DetailGreenUSA og allt snýst þetta nú um að gera bíla fína, skrúbba þá og pússa hátt og lágt.
Josh talar frekar mikið og þá er nú kostur að geta spilað valda hluta myndbandsins en í þessum kröftuga orðaflaumi leynist nú eitt og annað áhugavert. Ef fólk hefur ekki eirð í sér til að hlýða á Josh V. þá er ágætt að hafa þumalputtareglu í huga þegar þrýstingur vatns er metinn í hinu stóra þvottasamhengi:
Markmiðið er að ná skítnum af yfirborði lakksins en ekki að ná lakkinu sjálfu af bíldruslunni!
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein