- Grunngerð rafbíls sem mun leitast við að gera rafbílaeign hagkvæmari og almennari, segir Luca de Meo, yfirmaður Renault Group.
Franski framleiðandinn Renault vinnur að rafbíl sem myndi kosta minna en 3,5 milljónir króna til að gera rafbílaeign almennari og hagkvæmari í Evrópu.
Þessi fyrirhugaði rafbíll, sem mun verða keppinautur við Volkswagen ID 1 á árinu 2027 þegar þeir koma báðir í framleiðslu á sama tíma, var opinberaður af Luca de Meo, yfirmanni Renault Group á „Future of the Car“ viðburði Financial Times.
„Þetta er eitt af því sem gerir kleift að fjöldavæða rafbíla sem mun hugsanlega auka magn þeirra“, sagði hann og bendir til þess að bíllinn muni hjálpa til við að auka fjölda í rafbílaeign bæði í Bretlandi og á meginlandi Evrópu.
Mikill innblástur fyrir bílinn, sagði de Meo, eru kei-smábílarnir á japanska markaðnum, sem eru stranglega stýrt eftir stærð og afli. Þessir ódýru bílar voru meira en einn af hverjum þremur af 4,2 milljónum nýrra bíla sem seldir voru í Japan á síðasta ári.
Japanskur kei-bíll.
„Ég er mjög hrifinn af pælingunni um að yfirfæra hugmyndina um japönsku kei-bílana yfir á evrópska tungumálið. Ég held að þetta sé alls ekki svo galin hugmynd sérstaklega af því hugmyndin snýr að svö mörgum þáttum.
Við erum að koma með lítinn bíl sem er hagkvæmur bæði í framleiðslu og fellur vel að reglugerðar kerfinu líka. Frábært framlag til hagkvæmni í bílaframleiðslu.
Þegar hann kemur er líklegt að þessi grunngerð Renault verði byggð á CMF-BEV grunni væntanlegs Renault 5 og sportlega Alpine A290. Bíllinn verður þannig hannaður að hann bjóði upp á lágan þyngdarpunkt.
Áætlað er að bíllinn verði boðinn á undir 3,5 milljónum króna en gæti einnig horft til systkinamerkisins Dacia, sem er með Spring rafbílinn, bæði varðandi innblástur og tækni. A-hluta „crossover“, verðlagður frá u.þ.b. 2,4 milljónum króna í Frakklandi með staðbundnum ívilnunum, er minni en Ford Fiesta, er háður 100 km/klst og getur farið aðeins 225 km á hleðslu. Hann notar rafmótor sem er 44 hö og 124 Nm, og fær afl frá 26,8kWh rafhlöðu.
Dacia Spring rafbíll.
Þegar hann talaði um áhrif og mikilvægi bíls eins og þessa sagði de Meo: „Ég starfa núna sem forseti samtaka evrópskra bílaframleiðenda. Við erum að berjast gegn sumu af því sem við teljum ekki rétt fyrir greinina.
„En á hinni hliðinni erum við alveg meðvituð um að við verðum líka að koma með lausnir á vandamálunum, frá loftgæðum til kolefnislosunar. Og ég held að það að geta framleitt bíl undir-D-hluta, eða A-stærðarhluta markaðarins, án mikils kostnaðar, sé það líklega ein af þeim lausnum sem evrópskur iðnaður getur komið með“.
(frétt á vef Autocar)
Umræður um þessa grein