- Nýr Hyundai Santa Fe fjölskyldusportjeppi árgerð 2023 kemur með sláandi nýju útliti
- Hyundai Santa Fe sportjeppinn sem er í toppbaráttunni er kominn aftur með ferska tækni og sókn á hágæða markað
Hyundai Santa Fe hefur verið með okkur frá aldamótum og nú er komið að því að fimmta kynslóðin af stórum sportjeppa vörumerkisins kemur á markað. Kóreska fyrirtækið segir að full birting á nýja bílnum muni eiga sér stað í ágúst.
Þrátt fyrir að Hyundai og systurfyrirtækið Kia séu að eyða miklum peningum í rafbílaframboð sitt eru bílar með brunahreyfli eins og nýi Santa Fe greinilega enn mikilvægir. Við gerum ráð fyrir að hinn nýi Santa Fe komi í sölu undir lok ársins og stuttu síðar verði systurgerð hans frá Kia, Sorento, kynnt með andlitslyftingu segir vefsíða Auto Express.
Valkostur við væntanlegan alrafmagnaða Ioniq 7 sportjeppann, fær Santa Fe einhverja Ioniq-innblásna hönnun sem blómstrar eins og kantað yfirborð, slétt framhlið og með LED ljósastiku í fullri breidd. Hyundai segir að „H-laga“ framljósin „samræmist H-mótífinu“ á framstuðaranum.
Hyundai segir okkur líka að hjólhaf Santa Fe hafi verið lengt en til að skapa meira áberandi stellingu eru breiðar hjólaskálar sem hýsa 21 tommu álfelgur. Afturljósin eru H-laga eins og þau að framan og nafnið „Santa Fe“ er skráð yfir skottlokið.
Augljósasta breytingin að innan er sveigður tvískiptur skjár, eins og við gætum vænst að sjá í BMW iX. 12,3 tommu stafræni mælaklasinn er nú tengdur við miðskjáinn þar sem búast má við að finna nýjasta upplýsinga- og afþreyingarkerfi Hyundai. Nappa leður og viðaráferð hjálpar til við að gefa innréttingum Santa Fe „fágaðan stíl“, að sögn Hyundai.
Stórt stjórnborð staðsett neðarlega á mælaborðinu hýsir fyrst og fremst loftslagsstýringaraðgerðir, með áþreifanlegum skífum og hnöppum fyrir hitastig og hljóð. Auto Express gerir ráð fyrir að Santa Fe verði eingöngu seldur sem sjö manna bíll og hægt sé að fella niður bæði aðra og þriðju sætaröð til að búa til alveg flatt gólf.
Fráfarandi Santa Fe notar N3 grunninn, sem gerir ráð fyrir tvinn- og tengitvinnútgáfum. Hyundai hefur ekki gefið upp neinar tækniforskriftir nýja bílsins enn sem komið er en reiknað er með að við ættum að sjá að hann noti sömu hönnun, þar sem aflrásirnar gætu hugsanlega verið lagaðar til að verða skilvirkari. Enginn hreinn rafknúinn Santa Fe verður framleiddur, en Ioniq 7 mun taka við hlutverki fjölskylduvæns, alrafmagns stórs jeppa í Hyundai línunni.
(Vefur Auto Express)
Umræður um þessa grein