Nýtt útlit Hyundai Kona forsýnt á opinberum myndum
- Endurskoðað útlitið er með nýja hönnun á framenda sem svipar til „hákarls“ og sportlegri N-Line-gerð
Hyundai hefur sent frá sér bráðabirgðaupplýsingar og myndir til forskoðunar af uppfærðri gerð Kona „crossover“.
Fréttavefurinn Autocar segir að þessi uppfærða sé með „þéttbýlislegar og sportlegar útlitsuppfærslur til að styrkja sérstöðu sína“. Uppfærslurnar eru hluti af alþjóðlegu hönnunarþema Hyundai „Sensuous Sportiness“ sem verður notað á flestar væntanlegar gerðir.
Lykilbreytingar fela í sér algerlega endurhönnuðum framenda, og horfið hefur verið frá núverandi sexkantaða grillinu og í staðinn kemur grennra grill sem teygir sig þvert yfir framendann á Kona.
Ný hönnun á dagljósum
Ný hönnun á dagljósum er einnig til staðar, ásamt endurnýjaðri hönnun á stuðara. Hyundai segir bílinn einnig hafa víðari stöðu, þó að það sé óljóst hvort þetta þýðir breiðari sporvídd eða sjónrænt til að gefa útlit aukinnar breiddar.
Nýr N-line
Andlitslyftingin Kona kynnir einnig í fyrsta skipti nýja N-Line gerð. Því er haldið fram að þessi sportlega gerð sé með loftfræðilegri hönnun, með stækkuð loftinntök og meira áberandi stuðara að framan.
Búast má líka við sportlegri endurhönnun á innanrými.
Kona N-Line er aðdragandi væntanlegrar gerðar Kona N. Búist er við að sá bíll verði opinberaður sérstaklega síðar á þessu ári, aflmeiri gerð hefur verið í prófunum og mun vera með 200 hestöfl + drifrás (sem búist er við að verði 1,6 lítra túrbó bensínvél ) og sérsniðin hönnun undirvagns.
Burt séð frá N gerðinni, segir Autocar að búast megi við vægum uppfærslum á drifrás Kona, uppfærslu á innanrými og upplýsinga- og afþreyingarkerfi ásamt viðbótar aðstoðareiginleikum fyrir ökumanninn.
(byggt á frétt á vef Autocar)
Umræður um þessa grein