Nýtt og létt raf-mótorhjól sýnir að hagkvæm verð eru að koma
Það eru ekki aðeins bílarnir sem gerast æ rafmagnaðri með hverjum deginum, framleiðendur mótorhjóla eru farnir að tak við sér og verð fara greinilega lækkand, að því er vefurinn Electrec, sem sérhæfir sig í umfjöllun um ökutæki sem nota rafmagn segir okkur.
Þrátt fyrir marga kosti þeirra, eru byrjunar- og miðstærðar rafmótorhjól hönnuð til ferðalaga utan þéttbýlis enn þá óvenju sjaldgæf og jafnvel mörg hver allt of dýr. En með útgáfu nýs Bravo GLE rafmagns mótorhjóls, gætum við verið að sjá fyrsta vísi í komandi bylgju rafmagns mótorhjóla á viðráðanlegu verði.
Ebroh Bravo GLE rafmagns mótorhjól sett á markað
Spænska rafmagnsfyrirtækið Ebroh hefur nýlega sett af stað nýjasta rafmagns tveggja hjólið sitt.
Bravo GLE er rafmótorhjól með mótor em samvarar 125 cc bensínvél með hámarkshraða 110 km/klst. og 5kW rafmótor að aftan.
5,4 kWst litíumjónarafhlaða hjólsins á að gefa því aksturssvið sem nemur 100 km.
Bravo GLE er með öflugri grind og upprétt stýri og fáanlegt í rauðu, svörtu eða bláu.
Hemlun að framan er náð með par af tvöföldum stimplum sem virka á tvöfalda diska, en aftan er einn stimpill sem hluti af „Combined Braking System“ (CBS).
En að mati Electrek er kannski er besti hluti hjólsins verðið: aðeins 4.490 evrur (um 706 þúsund ISK). Og það verð felur jafnvel í sér virðisaukaskatt í Evrópu að sögn vefsíðunnar.
Umræður um þessa grein