Nýtt met á Nürburgring
Á aðeins 6:35,183 mín er Mercedes-AMG ONE númer 1 á Nürburgring-Nordschleife
Maro Engel sló þann 28. október fyrra met í bíla sem koma frá bílaframleiðslu sem eru löglegir á vegum um ótrúlegar átta sekúndur þrátt fyrir að brautaraðstæður hafi ekki verið upp á það besta
Mercedes-AMG ONE (eldsneytiseyðsla vegin, samanlögð: 8,7 l/100 km; CO2-losun vegin, samanlögð: 198 g/km; rafmagnsnotkun vegin, samanlögð: 32 kWh/100 km) er konungur Nürburgring-Nordschleife hraðakstursbrautarinnar með opinberlega mældum tíma upp á 6:35,183 mínútur sem það tók að aka um 20,832 kílómetra brautina.
Það var erfitt að slá metaksturinn 28. október 2022 hvað spennu varðar: nákvæmlega klukkan 17:14:31 fór kappakstursökumaðurinn og sendiherra AMG vörumerkisins Maro Engel á brautina í síðustu tilraun dagsins og spólaði af stað og setti nýtt og stórkostlegt tímamet á hinni goðsagnakennda og krefjandi hraðakstursbraut í Eifel í Þýskalandi.
Þarna var tíminn að renna út því brautinni hefði verið formlega lokað klukkan 17:15. Þó Maro Engel hafi þegar sett nýjan besta tíma í fyrri ferð var ökumaðurinn ekki enn sáttur.
Undir lok brautarlotunnar voru aðstæður að batna með hverri mínútu. Þannig nýtti Maro Engel síðasta tækifærið og bætti hringtímann í nýtt opinbert met, 6:35,183 mínútur.
Miðað við brautarafbrigðið sem þekkt er úr Sport Auto Super Test, sem er sérstök prófunarlota blaðsins, er hringtíminn 6:30,705 mínútur.
„Þetta var í raun ógleymanleg upplifun,“ sagði Maro Engel eftir að hafa lokið methringnum.
„Ég bjóst ekki við því að við myndum geta sett svona hringtíma við þessar brautaraðstæður.
Á sumum mikilvægum svæðum brautarinnar hafði hún ekki þornað alveg enn og var því erfið.
Það var sérstök áskorun. Við reyndum að finna bestu dreifingarstefnuna í forprófunum. Eins og Lewis Hamilton og George Russell gera þegar þeirr keppa um helgar, þurfti ég líka að beita raforku tvinndrifsins á besta mögulega hátt.
Það er ekki auðvelt, sérstaklega með þessari lengd brautar. Að auki þurfti að nota DRS aðgerðina sem best.
„En þetta er líka alvöru Formúlu 1 tilfinning. Ég vil þakka fyrir þetta tækifæri og það traust sem mér var sýnt“, sagði Maro Engel. Það var örugglega mjög sérstakt að keyra þennan ótrúlega bíl á „Hringnum“.
(Mercedes-Benz Group Media – Auto Motor undf Sport – myndir Mercedes)
Umræður um þessa grein