Nýtt merki Renault verður á öllum gerðum árið 2024
- Endurhannað demantsmerki Renault á nýjum bílum þeirra árið 2024
Renault hefur staðfest að allir nýir bílar þeirra muni bera nýtt merki frá og með 2024 sem er innblásið af fortíð fyrirtækisins.
Nýja skjöldurinn kom í ljós fyrr á þessu ári á Renault 5 frumgerðinni, sem verður „á viðráðanlegu verði“ – lítill rafknúinn hlaðbakur sem kemur árið 2025. Hönnunarstjóri Renault, Giles Vidal, hefur staðfest að nýja, einfaldara merkið sem er að finna á Renault 5 sem byggir á útliti gamla bílsins muni verða á sínum stað framan á bílum sínum.
„Demanturinn er eitt þekktasta form heimsins og í heimi bifreiða. Það er einfalt rúmfræðilegt lögun, með sterka og öfluga sjálfsmynd. Áskorunin var að endurnýja þetta form með því að gefa því merkingu ásamt nýjum samtímagildum til að varpa vörumerkinu inn í framtíðina.
„Við samþættum það í fyrsta sinn í þessum nýja Renault 5. Þetta var fyrir okkur skemmtileg prófun. Í ljósi ákveðinna og mjög jákvæðra viðbragða sem við fengum varðandi merkið ákváðum við að setja það af stað,” sagði Vidal.
Renault demanturinn hefur verið endurhannaður níu sinnum, þar sem fyrirtækið tók upp lögunina árið 1925. Núverandi merki var búið til árið 1992 og endurhannað árið 2015, en þetta nýja merki er miklu einfaldara og sú breyting markar framgang Renault í nýja tíma, samkvæmt því sem Renault segir.
Einfaldara merki í tvívídd mun birtast betur á stafrænu formi en núverandi 3D vörumerki, en flata meðferðin gerir kleift að gera hreyfimyndir í vódeói eða stafrænum miðlum, lykilatriði varðandi tækni í bílnum og hvernig Renault mun markaðssetja bíla sína í framtíðinni.
Fyrsti framleiðslubíllinn til að bera nýja skjöldinn gæti verið nýi rafknúni Megane „crossover“ frá Renault sem kemur í ljós síðar á þessu ári en sala hefst væntanlega snemma árs 2022.
(frétt á Auto Express)
Umræður um þessa grein