Nýtt flaggskip Volvo mun kannski heita Embla
- Embla er nafn fyrstu konunnar, í norrænni goðafræði
Samkvæmt vefsíðu Automotive News Europe mun næsta flaggskip Volvo – crossover-bíllinn sem mun taka við hlutverki XC90 – verða rafknúinn og gæti heiðrað ætterni sænska bílaframleiðandans.
Volvo sótti um vörumerkjavernd í október fyrir nafnið Embla, samkvæmt áströlsku fréttasíðunni Drive. Í norrænni goðafræði er Embla nafn fyrstu konunnar.

Þar sem Volvo er að breytast í rafknúið vörumerki mun Volvo víkja frá því að nota tölustafi á ökutækjum í framtíðinni. Håkan Samuelsson, forstjóri Volvo Cars, gaf í skyn seint á síðasta ári að nafn nýja crossoversins myndi „byrja á sérhljóða“.
Russell Datz, talsmaður Volvo, vildi ekki staðfesta að nafnið væri Embla.
„Nafnamálið er í skoðun,“ sagði Datz í síðustu viku. „Það er ekkert búið að ganga frá því.“

Meira innra rými
Þessi stóri rafknúni crossover verður smíðaður í samsetningarverksmiðju bílaframleiðandans í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum og kemur í sýningarsali snemma árs 2023.
Bíllinn gæti fengið hönnunareinkenni að láni frá Concept Recharge – frumgerð að röð rafbíla sem Volvo áformar að framleiða á næstu árum.
Rafhlöðupakkinn í næstu kynslóð rafbíla Volvo mun sitja undir flötu gólfinu, sem gerir hönnuðum kleift að lengja hjólhafið og skapa meira innanrými.
Hönnunin gerir kleift að lækka vélarhlífina og þaklínuna á crossover-bílnum til að auka loftflæði án þess að skerða útsýni farþega.
Innanrými hugmyndarinnar er með 15 tommu snertiskjá og fljótandi skjá fyrir aftan stýrið sem mun nota nýþróað stýrikerfi Volvo.
Handfrjáls akstur
Nýi krossbíllinn mun kynna „eftirlitslaust“ sjálfstýrt aksturskerfi. Virknin verður upphaflega takmörkuð við þjóðvegi.
Þegar hægt er að virkja það getur „viðskiptavinurinn slakað á, hann getur sent skilaboð, hann gæti hugsanlega horft á YouTube,“ sagði Alexander Petrofski, yfirmaður stefnumótunar hjá Volvo Cars, við Automotive News í þessum mánuði.
„Volvo mun taka fulla ábyrgð á akstri ökutækisins áfram, svo framarlega sem kerfið er notað á réttan hátt.“
(Frétt á Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein