Nýr ZOE frumsýndur hjá BL um helgina
Núna um helgina mun Bílaumboðið BL frumsýna nýjan Renault ZOE. Renault ZOE er rafmdrifinn smábíll og er nú kominn í uppfærðu útliti til landsins, og með stærri rafhlöðu en áður. Uppgæfin drægni nú 395 km. Að utan hefur Renault ZOE fengið nýtt útlit á fram og afturenda, en stærstu uppfærsluna er þó að finna að innan. Þar hafa ný og betri efni verið valin í mælaborðið og hönnun þess bætt. Þar er líka að finna nýjan afþreyingaskjá sem er stærri en áður.
Meðfylgjandi myndir eru frá Óskari Bílakalli, blaðamanni Bílabloggs, sem fékk forsýningu á nýjum Renault ZOE í nýliðinni viku. Reynsluakstursgreinin mun svo birtast hér í næstu viku.
Renault ZOE er bíll sem notið hefur mikilla vinsælda á Íslandi og eru eflaust margir búnir að bíða spenntir eftir að nýja útgáfan sé frumsýnd. Verðið hefur haldist það sama og kostar Renault ZOE frá 3.990.000. Frumsýningin fer framm í sal BL að Sævarhöfða 2 og stendur á milli 12 og 16.
?
Umræður um þessa grein