Það er Volvo dagur í dag!
Rafknúinn Volvo EX90 fékk kynningu í síðustu frétt okkar á Bílablogg. Fyrstu bílar verða afhentir úr verksmiðju nú í september. Fyrir þá sem ekki eru alveg tilbúnir að skipta yfir í rafmagnið komu svíarnir með nýjan Volvo XC90 fyrir skömmu.

Hann er þó ekki nýr frá grunni, því breytingarnar á stærsta jeppa Volvo eru nær mikilli endurnýjun en algjörri endurskoðun. Nýr fram- og bakendi gefur XC90 ferskt útlit þar sem skálínurnar á grillinu standa upp úr.
Hin hefðbundnu Thor’s Hammer framljós eru samofin grillinu núna og LED mynstrið er örlítið breytt.
Sama má segja um afturljósin og meðfram hliðunum vekur ný hjólaskála hönnun athygli.

Vélarlega séð er ekki mikil breyting á drifrás. Volvo býður upp á B5, B6 og Recharge gerðirnar, þannig að línan mun samanstanda af einum PHEV og tveimur bensínvélum ásamt 48 volta mild-hybrid kekrfi.
Forskriftir fyrir þessar gerðir eru ekki tiltækar ennþá, en okkur grunar að þær muni endurspegla nokkuð sterklega 2024 módelið.
Eflaust batnar akstursupplifun með nýjum stöðluðum dempurum sem laga sig stöðugt að aðstæðum á vegum til að bæta aksturinn.
Loftfjöðrun sem áður var fáanleg verður enn valkostur fyrir nýju gerðina líka.











Stærstu uppfærslur XC90 eru í farþegarýminu þar sem Volvo sýnir nýtt mælaborð og stærri miðlægan snertiskjá og tekur upp hugbúnaðinn sem þegar hefur sést í EX30 og EX90.
Í stað þess að fara allsherjar breytingu, án raunverulegra takka eins og í EX90, heldur XC90 tökkum sínum og stjórntækjum fyrir neðan snertiskjáinn.

Ný lóðrétt loftop passa betur við skjálögunina og nýja mælaborðið sjálft sýnir falleg endurunnin efni og klæðningu. Það er meiri umhverfislýsing í öllu farþegarýminu fyrir næturlýsingu.
Auk þess sagði Volvo að það hafi stillt miðjustokkinn til að gera pláss fyrir auka bollahaldara og fært þráðlausa símhleðsluna aðeins til.
Og Volvo hefur notað sérstakt hljóðeinangrandi efni um allan bílinn til að draga og veg- og vindhljóði inn í bílinn.

Volvo segir að hægt sé að panta nýja XC90 frá og með deginum í dag og fyrstu afhendingar hefjast í lok ársins.
Passaðu bara upp á að þú pantir nýju gerðina af árgerðinni því Volvo hefur verið að selja núverandi gerð sem 2025 árgerð líka.
Uppruni: Autoblog.com
Umræður um þessa grein