Nýr Volvo EX90 rafmagnaður sportjeppi kynntur
Volvo EX90 er byggður á nýjum grunni fyrir hreina rafbíla með allt að 510 hestöfl
Volvo EX90 er kominn – bíllinn sem margir bjuggust við að myndi heita “Embla” en heitir einfaldlega EX90 hefur verið opinberaður. „Þessi rafknúni sportjeppi sem verður á „toppnum“ hjá Volvo er flottasti, öflugasti og hátæknilegasti bíll sem Volvo hefur framleitt“ segja þeir hjá vefsíðunni carwow.
- Nýr Volvo EX90 frumsýndur
- Rafmagnaður flaggskipssportjeppi
- 107kWh rafhlaða
- Allt að 600 km drægni
- Tveir rafmótorar
- Öflugasta gerðin er 517hö
- 0-100 km/klst á 5,9 til 4,9 sek eftir gerð mótora
Volvo hefur þegar stungið sér inn á rafbílamarkaðinn en árið 2024 vonast þeir til að landa sínum fyrsta þungavigtarbíl.
Í dag, 9. nóvember, var verið að frumsýna Volvo EX90, rafknúin bíl sem leysir XC90 sjö sæta jeppann af hólmi og sem fer í framleiðslu undir lok næsta árs.
„Twin Motor“ gerðin eða tveggja mótora útgáfan er 402 hestöfl og með 770 Nm tog og nær þessum 2.818 kg sportjeppa frá 0-100 km/klst á 5,9 sekúndum.
Dýrari „Twin Motor Performance“ gerðin gerir þetta á heilli sekúndu betri tíma, með öflugri mótorauppsetningu með 510 hestöfl og 910 Nm tog.
Báðar gerðir eru takmarkaðar við hámarkshraða upp á 180 km/klst.
Hver gerð er búin 107kWh (nothæf orka) rafhlöðu, en með bráðabirgðatölu sinni á 585 km drægni fer tveggja mótora gerðin sex og hálfum km lengra en öflugari gerðin. 10 til 80 prósent hleðsla á hálftíma með 250kW DC hleðslugetu og SPA2 grunnurinn veitir einnig tvíátta hleðslugetu.
Tæknin er enn í þróun, en hún gæti gert notendum kleift að senda orku frá rafhlöðunum aftur á netið á álagstímum. Kerfið getur einnig knúið raftæki, eða aðra Volvo EV-bíla.
Þessir skynjarar – ásamt lidar-einingu sem getur greint hluti hundruð metra fram á veginn, jafnvel á nóttunni – hafa samskipti við jeppann NVIDIA DRIVE tölvu um borð í bílnum, sem vinnur vegaupplýsingar í rauntíma.
Ásamt alhliða pakka af ökumannsaðstoð, þar á meðal Pilot Assist aðgerð sem getur tekið stjórn á stýringu, býður EX90 upp á einbeitingareftirlitskerfi og nægan vélbúnað til að gera sjálfvirkan akstur mögulegan í framtíðinni.
Volvo er að auka tengibúnaðinn sinn í bílnum með EX90, sem kemur með Snapdragon tölvuafli og Unreal Engine 5 grafík, sem hefur verið notað til að þróa stóra tölvuleiki. 14,5 tommu uppréttur snertiskjár situr í miðju mælaborðsins í að mestu hnapplausu, mínímalíska farþegarými, en skjárinn notar frekari þróun á Volvo/Google upplýsinga- og afþreyingarhugbúnaði.
Kerfið inniheldur margs konar Google öpp og búnt 5G tengimöguleika ásamt Apple CarPlay og Android Auto samhæfni. Bowers & Wilkins Dolby Atmos-virkt hljómtæki er einnig til staðar og viðskiptavinir geta notað snjallsímabyggðan stafrænan lykil til að fá aðgang að bílnum og stilla hleðsluáætlun heima hjá sér. Volvo ætlar einnig að bæta hugbúnað EX90 á líftíma bílsins með þráðlausum uppfærslum.
Í Bretlandi mun EX90 koma á markað með sérstakri „Ultra“ útfærslu, sem mun kosta 96.255 pund (um 16,1 milljón ISK) í Twin Motor búningi og 100.555 pund (ríflega 16,8 miljón ISK) í toppgerð Twin Motor Performance útfærslu.
Ultra gerðir á loftfjöðrun og 22 tommu álfelgum eru með lidar kerfi og athyglisskjá ökumanns, ásamt fyrrnefndu Bowers & Wilkins HiFi hljómkerfi, endurunnu tauáklæði og víðáttumiklu glerþaki. Fjögurra svæða loftslagsstýring er einnig staðalbúnaður, ásamt lofthreinsibúnaði í farþegarými, mjúklokandi hurðum og pixla LED framljósum.
EX90 mun fara í framleiðslu á fjórða ársfjórðungi á næsta ári, en fyrstu afhendingar eru áætluð snemma árs 2024.
Við munum fjalla nánar um hinn nýja Volvo EX90 þegar nánari upplýsingar liggja fyrir frá Brimborg, söluaðila Volvo á Íslandi.
(byggt á greinum á vefsíðum Auto Express og Carwow – myndir frá Volvo)
Umræður um þessa grein