Nýr Volkswagen Taigo coupe-sportjeppi 2021 formlega kynntur
Nýr VW Taigo er sportlegri, snaggarlegri og hagkvæmari útgáfa af T-Cross-bílnum
Við sögðum frá því hér á vefnum í maí að Volkswagen væri að koma með nýjan lítinn sportjeppa, sem þeir nefna Taigo, og væri byggður á samsvarandi bíl frá VW sem er á markaði í Suður-Ameríku undir heitinu Nivis.
Núna er VW hinsvegar búið að svifta hulunni formlega af þessum nýja snaggaralega sportjeppa og skoðum hann aðeins nánar.
Núna þegar Volkswagen kynnnir nýja Taigo, litla sportjeppann sinn, lítinn „krossover“ sem er miðaður við lífsstílskaupendur sem gæti passað í framboði þýska fyrirtækisins á milli Polo og T-Cross sportjeppans þegar kemur að verði.
Verðlagning hefur ekki verið staðfest, en þó hefur þýska vörumerkið tilkynnt að Taigo byrji frá „undir 20.000 evrum“ – (um 2,95 milljónum króna) væntanlega á heimamarkaði í Þýskalandi.

Aðlagaður fyrir Evrópu
Taigo er byggður á Nivus jeppa VW á Suður-Ameríkumarkaði, en vörumerkið hefur „tæknilega aðlagað bílinn fyrir Evrópu“, látið hann fá mun háþróaðri búnaði og bætt við sportlegri R-línu fyrir Evrópu.

Þess vegna – og allt eftir stigi búnaðar – verður Taigo fáanlegur með eiginleikum sem venjulega er að finna á stærri og flottari bílum, svo sem VW IQ.Light LED „matrix“ aðalljósum og IQ.Travel Assist hálfsjálfstýrðu hraðastýringuna.

Stafrænt mælaborð og upplýsingakerfi á skjá allt að 9,2 tommur að stærð með nýjasta MIB 3.1 stýrikerfi VW verður einnig fáanlegt.
Svipaður vélbúnaður og í Polo, T-Cross og T-Roc
Þar sem Taigo er byggt á MQB A0 grunni VW Group, sem er grunnur Polo og T-Cross og T-Roc, mun hann vera með svipað úrval af vélum.
1,0 lítra TSI þriggja strokka túrbó bensínvélin frá VW mun vera í megninu af framboðinu, með 94 hö og 108 hö afbrigðum í boði – sú fyrrnefnda er pöruð við fimm gíra beinskiptingu sem staðalbúnaður og sú síðarnefnda sex gíra beinskiptingu . Sjö gíra DSG sjálfskipting með tvískiptri kúplingu verður í boði á 108 hestafla TSI 110 sem valkostur. Öflugasti valkosturinn í vélum verður 1,5 TSI fjögurra strokka túrbóvél sem framleiðir 148 hestöfl.
VW hefur ekki staðfest hröðun 0-100 km/klst fyrir mismunandi aflrásir en hefur tilkynnt að hámarkshraði verði 180 km, 189 km og 210 km í sömu röð.
Þrátt fyrir sportlegra útlit Taigo hefur vörumerkið þegar staðfest að bíllinn muni ekki verða til í alvöru sportútgáfu í framtíðinni, jafnvel þótt Polo GTI aflrásin myndi passa vel í Taigo.
Ekki rafmagn í bili – en hugsanlega seinna
VW staðfesti að þó að engin áætlun sé um að rafvæða Taigo í bili, þá væri hægt að útfæra milda blendingstækni á síðari stigum ef eftirspurn viðskiptavina væri nógu mikil.
Útlit Taigo er áberandi með sportlegum „fastback“-afturenda sem er hallandi. Ljósastika í fullri breidd að aftan tengir saman afturljósin, en LED-framljósin og djúpur stuðarinn að framan þýðir að Taigo er sportlegasti bíllinn í litlu sportjeppalínu VW. Það er undirstrikað enn frekar með skörpum línum á hliðum bílsins.

Hægt að sérsníða
Það er mikil áhersla á að sérsníða bílinn líka, þar sem VW býður Taigo í grænum lit, sem er einstaktur fyrir bílinn, sem kallast „Visual Green“. Þetta er hægt að tilgreina með Visual Green hönnunarpakka sem kemur með græna línu í mælaborði og áberandi græna sauma í farþegarýminu.


Fjögur búnaðarstig
Taigo línan samanstendur af fjórum þrepum í útliti. Grunnbíllinn verður búinn góðum búnaði sem staðalbúnaði, þar á meðal stafrænt mælaborð, 6,5 tommu snertiskjáupplýsingakerfi með snjallsímatengingu, LED aðalljósum og lituðum upphituðum rafstýrðum speglum. Aðstoðarbúnaður að framan með sjálfstæða neyðarhemlun auk akreinahjálpar verður einnig sem staðalbúnaður.
„Life“ útlit er næsta stig fyrir ofan þetta og býður upp á eiginleika eins og aðkomuljós og meiri krómáhrif að framan á bílnum, svo og annan USB-C hleðslustað, 16 tommu álfelgur, mismunandi áklæði og möguleika á stóru glerþaki.
Framboðið á bílnum færist síðan í tvær mismunandi leiðir; „Style“ útlit leggur áherslu á „sjónrænan glæsileika“ og býður upp á eiginleika eins og IQ.Light LED matrix aðalljós, 17 tommu álfelgur, bílastæðaskynjara að framan og aftan og flottari stuðara.
Stærra 10,25 tommu mælaborð eða „Digital Cockpit Pro“, uppfærður átta tommu snertiskjár með upplýsingatæknikerfi með þráðlausu Apple CarPlay og Android Auto og mismunandi innréttingum eru til staðar. Það er líka enn meiri möguleikar á að sérsníða útlit bílsins með mismunandi hönnunarpökkum.
„R-Line“ er við hlið „Style“ útlitsins og býður upp á svipaðan staðalbúnað, en með meiri áherslu á sportlegt útlit. Nýjar R-Line merkingar, svo og annar búnaður er til að gefa Taigo meira áberandi útlit, auk þessa að felgur eru allt að 18 tommur.
Bæði „Style“ og „R-Line“ búnaðarstigin eru fáanleg með 9,2 tommu snertiskjá með upplýsingakerfi sem er aukabúnaður, en stærri búnaðarstigin tvö eru einnig með nettengingu sem opnar fleiri tengda eiginleika og þjónustu fyrir eigendur.
IQ.Drive Travel Assist hálfsjálfstæður hraðastillir með aðlögun verður fáanlegur sem valkostur og mun halda ákveðinni fjarlægð frá bílnum fyrir framan, auk þess að halda Taigo á akrein sinni á hraðbrautinni, á allt að um 200 km hraða.



Aðeins lengri og breiðari en T-Cross
Taigo er aðeins lengri og örlítið breiðari en T-Cross sportjeppi vörumerkisins, en með meira hallandi þaki að aftan sem glti valdið því að höfuðrými sé aðeins minna en í „meira kassalaga“ systkinum bílsins.


Hins vegar þýðir 438 lítra farangursbíll bílsins að Taigo ætti að bjóða upp á mikla hagkvæmni í notkun. T-Cross býður upp á allt að 455 lítra pláss, svo það er ekki mikið bil frá systkinunum þegar röðin kemur að plássi í skottinu.
(fréttir á vef Auto Express og vefsíðu Volkswagen – myndir frá VW)
Umræður um þessa grein