- Sportleg GRMN-gerð og blæjuútgáfur í vændum – en ekki mikil líkindi að þeir komi til Evrópu
- Hið þekkta Century nafn Toyota fer inn á lúxussportjeppamarkaðinn í fyrsta skipti
Það er oft gaman að skoða og birta myndir af sérstæðum bílum, jafnvel þótt engin líkindi séu á að þeir komi nokkru sinni til Íslands. Það á við um nýjasta stóra sportjeppann frá Toyota, sem við ætlum að skoða aðeins nánar í dag.
Ef þú varst japanskur kaupsýslumaður eða háttsettur stjórnmálamaður á síðustu áratugum, eru líkurnar á því að þú hafir haft Toyota Century lúxusfólksbíl til að flytja þig á milli staða.
Nú hefur Toyota afhjúpað sportjeppa til að sitja við hlið slíks bíls og það lítur út fyrir að það verði öflugt GRMN afbrigði og jafnvel „drop-top“ Century blæjubíll í fyllingu tímans. (GRMN skammstöfunin stendur fyrir “Gazoo Racing Masters of Nurburgring”) en þetta er sérsdeild hjá Toyota sem Akio Toyota kom á fót áður en hann varð forstjóri fyrirtækisins, en hann vék af þeim stalli ekki fyrir svo löngu.
Sem dæmi þá er viðhafnarbíll Japanskeisara opinn Century-lúxusbíll.
Toyota heldur því fram að nýi Century sportjeppinn muni enn bjóða upp á „virðingu, kyrrð og akstursþægindi sem sæmir Century. Hins vegar, á heimsfrumsýningarviðburði tilkynnti Toyota GRMN Century á sviðinu og mynd af blæjugerð líka.
Eins og venjulegur Century eðalvagn og sportjepplingur verða þeir ekki seldir í Bretlandi.
Orðspor Century fyrir lúxus í glæsilegri þriggja kassa eðalvagna-hönnun er vel þekkt og það lítur svo sannarlega út fyrir að sportjeppinn muni halda áfram þessari þróun í glæsileika í ferskri hönnun yfirbyggingar.
Frá frumsýningu á nýja Century-lúxusjeppanum og þarna var sýnd mynd af hugsanlegri blæjuútgáfu af bílnum.
Samhliða stærð Century jeppans gerir upphafsverð upp á 25 milljónir jena í Japan (um 22.7 milljónir ISK) hann keppinaut fyrir stóra lúxusjeppa eins og Mercedes GLS og BMW X7.
Toyota tekur þó aðra nálgun á lúxus en tíðkast í þessum flokki, rétt eins og Century eðalvagninn gerði í samkeppni við Mercedes S-Class og BMW 7 Series.
Toyota kallar Century jeppann „bílstjórabíl“ en ef þú ert við stjórnvölinn þá er þetta tengiltvinnbíll 3,5 lítra V6 sem veitir „spennandi hröðunarafköst“ – raunverulegar tölur um afköst hafa ekki verið birtar ennþá.
Tvinnútgáfan – 5,0 lítra V8 – sem er valmöguleiki í fólksbílsútgáfunni hefur ekki verið flutt yfir.
Það er líka fjórhjólastýri, fjórhjóladrif og Toyota heldur því fram að snúningshæfni sé betri en í fólksbílnum – þó við séum viss um að flestir Century jeppaeigendur muni varla finna fyrir þessum breytingum frá aftursætinu.
Að innan er stýrið með Century-merkinu frekar en Toyota og það er stór upplýsinga- og afþreyingarskjár á mælaborðinu sem er tekinn úr Lexus, en það eru samt raunverulegir rofar og takkar fyrir loftslagsstýringar og aðrar kjarnaaðgerðir.
Sportjeppinn er fjögurra sæta frekar en fimm sæta eins og eðalvagninn og Toyota hefur greinilega lagt áherslu á að gera farþegum í aftursætum auðveldara þegar þeir fara inn og út. Hurðirnar opnast í óvenju vítt 75 gráðu horn og það er rausnarlegt hliðarþrep.
GRMN útgáfan sem við höfum séð notar rennihurðir fyrir enn auðveldari aðgang og þetta verður valkostur á staðalgerð bílsins.
Til að hjálpa til við að aðgreina hann sem sportlegri gerð, fær GRMN einnig svartar áherslur að utan, sérsniðnar felgur, rauða bremsuklossa og tvílita málningu með neðri hlutanum í svörtu.
Ekki er vitað hvort GRMN muni fá meira afl en staðalgerðin. Cabriolet Century eða blæjugerð var einnig kynnt við afhjúpun Century sem, ólíkt „drop-top“ útgáfum Volkswagen T-Roc og Range Rover Evoque jeppanna, heldur afturhurðunum.
Þegar þú ert kominn í aftursætin á Toyota Century jeppanum muntu finna fullan hallastóla og sérsniðið hljóðkerfi með hávaðaminnkandi glæru lagskiptu gleri sem aðskilur farþegarýmið frá farmrýminu. Einnig eru sjónvarpsskjáir fyrir aftursætisfarþega auk miðlægs ísskáps.
(Alastair Crooks – Auto Express)
Umræður um þessa grein