Í nokkuð stóru landslagi tvinnbíla kemur Toyota C-HR árgerð 2024 fram sem flottur og mun betri C-HR en áður. Bíllinn er áberandi og tvinnar saman vistvænni verkfræði og fínum afköstum.
Mjög falleg lína í þessum nýja C-HR frá Toyota.
Þessi sportjepplingur er búinn 2.0 lítra fjögurra strokka vél sem tengd er við rafmótor.
Við erum að tala um aflrás sem státar af 197 hestöflum og skilar ekki aðeins þokkalegu afli heldur leggur einnig áherslu á eldsneytisnýtingu og sjálfbærni.
Eftir að hafa eytt smá tíma undir stýri þessa nýja Toyota C-HR er hér smá umsögn um gripinn.
Demantslaga hönnunin er allsráðandi í útliti bílsins.
Blendingsaflrás
Hjarta Toyota C-HR Hybrid 2024 liggur í háþróaðri aflrás hans. Sambland af 2.0 lítra vél og rafmótor skilar sér í óaðfinnanlegri blöndu af afli og skilvirkni. Aflið er nægt og þú finnur ekkert fyrir að skjótast framúr ef þurfa þykir – nema kannski smá vélarhljóð sem er fylgifiskur rafmagnsskiptingar bílsins.
Toyota C-HR er nokkuð vel búinn bíll í grunninn en Toytota á Íslandi býður upp á mjög breiða línu í gerðinni.
Umskiptin milli rafmagns og bensíns eru nánast ómerkjanleg enda tryggir þessi blanda mjúka og fágaða akstursupplifun.
Auk þess hámarkar nýtt fimmtu kynslóðar hybrid-kerfið eldsneytisnýtingu, sem gerir C-HR hybrid að góðum valkosti fyrir umhverfismeðvitaða ökumenn sem sem ekki vilja málamiðlanir varðandi afköst.
Þægileg smáatriði eins og myndrænn baksýnisspegill.
Fjölbreytt úrval
Toyota á Íslandi býður bílinn í tveimur vélarútfærslum, 1,8 lítra 140 hö og 2,0 lítra 197 hö. Ennfremur má velja um fram- eða fjórhjóladrif.
Verð bílsins er í hærri kantinum miðað við til dæmis toppútfærslu Nissan Qashqai sem kostar um 8.190.000 krónur og Kia Sportage rétt undir átta milljónum á meðan Toyota C-HR kostar 9.450.000 krónur.
Nýr Toyota C-HR er þægilegur í akstri og setur eru stærri í framsætum en áður.
Sparneytinn kostur
Einn stærsti þáttur Toyota C-HR Hybrid er einstök sparneytni. Þökk sé hybrid-aflrásinni nær þessi sportjepplingur eftirtektarverðri skilvirkni, hjálpar eigendum að spara peninga við dæluna og dregur um leið úr umhverfisfótsporinu.
Hvort sem farið er um götur borgarinnar eða lengri ferðir reynist C-HR Hybrid vera sparneytinn félagi sem fer fram úr væntingum með meðaleyðslu um 5-6 lítra á hundraðið.
Hér er kominn all þægilegur skjár hvað stærð varðar og hann er einnig fljótur að svara. Hægt er að tengja Apple CarPlay og Android Auto.
Meira pláss en áður
Inni í farþegarýminu býður Toyota C-HR Hybrid 2024 upp á blöndu af þægindum og háþróaðri tækni. Það kom aðeins á óvart hversu mikið plássið hafði lagast samanborið við eldri bílinn.
Fínt að setjast inn og stíga út að framan en aðeins þrengra að aftan.
Fínt fótapláss og innstig að framanverðu og ágætt pláss í aftursætum og mun betra andrými en áður.
Plássið aftur í hefur batnað frá forveranum en má þó ekki minna vera. Það fór samt mjög vel um mig á meðan myndin var tekin. Höfuðpláss er meira en áður.
Það kemur meðal annars til af meiri birtu inn um afturglugga bílsins.
Toyota klikkar ekki á smáatriðunum enda eru menn þar á bæ með úrvalsefni og vandað handverk sem skapar fágað andrúmsloft.
Farangursgeymsla er um 310 lítrar. Fella má niður sæti og við það myndast ágætt pláss .
Einfalt upplýsinga- og afþreyingarkerfi, með stórum snertiskjá og stuðningi við snjallsímasamþættingu, heldur ökumönnum tengdum og þar hafa Toyota menn heldur betur bætt um betur því skjárinn er mun aðgengilegri og meira í takt við nútímann.
Toyota passar upp á sína
Toyota C-HR er búinn öllum helstu öryggiskerfum sem kristallast í gegnum Toyota Sense kerfið. Skynvæddur hraðastillir, akreinavari, akreinastýring, árekstrarvörn og umferðarmerkjalesari gera aksturinn bæði auðveldan og skemmtilegri.
Við hrósum Toyota fyrir öflugan öryggsibúnað – og að þú getur stillt miðstöð með tökkum en ekki í gegnum skjá.
Við fengum að prófa Premium gerð bílsins en hann er stúfullur af þægindum. Þráðlaus símhleðsla, blindhornaviðvörun, upphitað stýri og sæti og ásamt topp græjum frá JBL.
Skemmtilegur í akstri
Það er gott að aka þessum bíl. Þú situr vel undir stýri, sætin eru þægileg og halda ágætlega við bæði læri og bak. Stór miðjustokkur er ekki að valda neinum vandræðum með fótapláss.
Hurðin er þannig í laginu að maður þarf að standa svolítið frá henni til að reka hana ekki í sig þegar opnað er.
Undirvagninn er vel stilltur fyrir viðbragðsgóða meðhöndlun, sem býður upp á öruggar beygjur og nákvæma endurgjöf frá stýrinu en stýrið er afar nákvæmt og þarf að venjast.
Lágur þyngdarpunkturinn sem kemur til af staðsetningu hybrid-rafhlöðunnar, stuðlar að þægilegri öryggistilfinningu á veginum og lágmarkar veltinginn í beygjum.
Samt sem áður er talsvert veghljóð í venjulegum akstri og er það eina sem kannski má finna að fyrir utan hátt mótorhljóðið þegar bílnum er gefið veglega inn.
Það gerði heldur ekkert til að farangursrýmið væri örlítið meira.
Þú ferð lengra fyrir minna
Toyota hefur hér komið með mjög vel hannaðan sportjeppling sem vekur athygli fyrir fágaðar línur og sportlegt útlit. Hægt er að velja úr fjölda gerða bílsins, bæði fram- og fjórhjóladrifnar með mismunandi vélarstærð. Það er virkilega gaman að aka þessum bíl og það fer mjög þokkalega um mann í bílnum.
Þessi bíll hentar án efa sem annar bíll á heimili, tilvalinn í golfið fyrir hjónin eða skutl og skrepp í borginni.
Hybrid kerfið gerir að verkum að þú getur notað rafmagn í borgarakstri þar sem lítil þörf er á mikilli hröðun.
Framendinn er nýtískulegur og sver sig í ætt annarra nýrra bíla frá Toyota.
Það sem hybrid kerfið gefur að auki er frelsi til að fara lengra fyrir minna og þú ert ekki bundinn við hleðslu rafmagns því kerfið framleiðir eigið rafmagn.
Myndband
Helstu tölur:
Verð: 6.790.000 – 9.590.000 kr. (Reynsluaksturbíll kr. 9.490.000 kr.)
Afl mótors: 140 -197hö.
Tog: 206 Nm.
Drægni: 5,1 ltr/km. skv. WLTP staðli
Lengd/breidd/hæð: 4.360/1.830/1.570 mm.