Nýr Toyota bZ4X GR Sport
- Hugmyndabíll frumsýndur á bílasýningunni í Tókýó
- Toyota hefur klætt bZ4X EV í gríðarlega flottan GR Sport búning – og gera má ráð fyrir að þessi hugmynd muni brátt breytast í framleiðslugerð
Toyota kynnti nýja útgáfu af hreinum rafknúnum jeppa bZ4X á bílasýningunni í Tókýó, í GR Sport búningi. Bíllinn er enn sem komið er bara hugmynd – en miðað við vinsældir útlitsins, má gera ráð fyrir að hann muni fljótlega breytast í framleiðslugerð.
Toyota hefur ekki enn gefið út neinar tæknilegar upplýsingar um bZ4X GR Sport Concept en, eins og Yaris GR Sport og Corolla GR Sport, má gera ráð fyrir að breytingarnar takmarkist við það sem við getum séð – það verður líklega ekki skorið á aflið frá venjulega sportjeppanum.
Þannig að hugmyndabíllinn fær sportlega yfirbyggingu, stærri álfelgur, matta svarta málningu og sett af sportsætum.
Bíllinn virðist líka sitja aðeins lægra en hefðbundinn bZ4X, sem þýðir að Toyota hefði getað gert nokkrar fjöðrunarbreytingar.
Yaris GR Sport fékk endursniðna dempara, auka undirvagnsfestingu og nýtt rafknúið vökvastýri til að gera hann ögn ákveðnari í akstri – sem allt eru möguleikar fyrir þessa nýju GR Sport útgáfu af bZ4X.
Toyota býður val á tveimur aflrásum með rafsportjeppanum sínum, sem báðir eru knúnir af sama 71,4kWh rafhlöðupakkanum.
Grunngerðin er með 201 hestafls rafmótor sem er festur á framöxli, sem gefur 0–100 km/klst tíma upp á 8,4 sekúndur og hámarksdrægnina 450 km.
Þar fyrir ofan er fjórhjóladrifskerfi með tveimur mótorum, sem bætir við aukamótor á afturöxli til að auka afköst rafbílsins í 215 hestöfl og 336Nm í togi.
Aukamótorinn kemur með ýmsar stillingar fyrir torfæruakstur sem og fyrir akstur í snjó eða leðju.
Þar sem bZ4X GR Sport er enn á hugmyndastigi hefur Toyota enn ekki gefið út neinar upplýsingar um verð bílsins.
(byggt á vef Toyota og vef Auto Express)
Umræður um þessa grein