Nýr Suzuki Jimny hugsanlega kynntur sem væntanlegur rafbíll
Suzuki hefur gefið okkur innsýn í alrafmagnaðan Jimny sem á að koma fyrir 2030
Núverandi Jimny er aðeins fáanlegur í Evrópu í sendibílsútgáfu (með sæti fyrir tvo) vegna þess að venjuleg útgáfa uppfyllir ekki reglur um losun útblásturs.
En aðdáendur þessi lipra Suzuki-jeppa eiga ekki að örvænta því nú berast okkur fréttir af því að hann sé væntanlegur sem rafbíll (samt örugglega ekki alveg sami bíllinn).
Auto Express var að segja frá því að þeir hafi séð frekar einfalda teikningu af bíl svipuðum Jimny í vöruáætlun Suzuki um bíla sem koma það sem eftir er áratugarins, þar á meðal fimm rafhlöðuknúna bíla sem ætlaðir eru til sölu í Evrópu.
Suzuki segir að aflrásarhlutfallið innan tegunda sinna verði skipt um 20 prósent fyrir tvinnbíla og 80 prósent fyrir fullrafmagnsbíla.
Skuggamynd Jimny sýnir upplýst grill og nútímalega LED túlkun á kringlóttu framljósum bílsins.
Kassalaga yfirbygging er samstundis auðþekkjanleg sem Jimny, ásamt mikilli veghæð. Gert er ráð fyrir að smíði rafútgáfu af Jimny EV verði á heilli stigagrind og framhald á fjórhjóladrifi mun einnig vera líklegt.
Tvinnútgáfa af Jimny gæti vel birst með aflrás sem tekin er úr Vitara hybrid. Þar má gera ráð fyrir 127 hestafla, 1,4 lítra forþjöppu bensín mild-hybrid eða full-hybrid með 113 hestafla 1,5 lítra vél. 60kWh rafhlaðan sem notuð er í nýlegum alrafmagns eVX hugmyndabíl Suzuki mun líklega vera of stór til að passa innan grunnsins að Jimny.
Fyrsti Suzuki EV-bíllinn kemur til Evrópu árið 2024 og er ekki líklegt að hann verði hinn rafmagnaði Jimny.
(frétt á Auto Express)
Umræður um þessa grein