Nýr Suzuki Ignis afhjúpaður með útlitsbreytingu og með bættri hybrid-drifrás
- Litli Suzuki Ignis „crossover“ hefur fengið fíngerða andlitslyftingu, með handfylli af útlitsbreytingum og endurnýjuðu blendingskerfi með rafmag. Og grillið minnir svolítið á Jeep
Samkvæmt bílavefsíðum, þar á meðal Auto Express, hefur Suzuki kynnt minni háttar breytingu á litla Ignis smájeppanum, eða „crossover“ eins og vinsælt er að kalla þessa bíla í dag fyrir árgerð 2020 og bætt við handfylli af útlitsbreytingum, smá viðbót af tækni og endurbættri útgáfu af 1,2 lítra hybrid-tvinntækni. Þessi endurskoðaða gerð er komin í sölu í Bretlandi núna og verðið byrjar frá 13.999 pundum.

Grillið óneitanlega með svip frá Jeep
Ytri breytingar miðað við fráfarandi Suzuki Ignis er meðal annars nýtt grill með fimm nýjum áherslum, sem í fjarlægð minnir óneitanlega á grillið á minni jeppunum frá Jeep, breytingu á yfirbragði framendans og á stuðara að aftan og nýjar undirvagnsvarnir.
Kaupendur hafa einnig val um þrjá nýja lakkáferðir – Caravan Ivory Pearl Metallic, Rush Yellow Metallic og Tough Khaki Pearl Metallic.

Stafræn tækni að innan
Að innan fá kaupendur nýtt stafrænt mælaborð með svartri og hvítri umgerð og tvo nýja liti á innréttingu til viðbótar – Lazuli Medium Blue Pearl og Medium Grey Metallic. Eins og fráfarandi gerð, þá er líka sjö tommu skjár fyrir upplýsinga og afþreyingarkerfi í miðju.

Vélin endurbætt
Suzuki hefur einnig ednurbætt 1,2 lítra fjögurra strokka bensínvél bílsins og bætt við nýju eldsneytisinnsprautunarkerfi, nýju breytilegu kerfi á ventlastýringu, nýrri olíudælu og rafstýrða kælingu stimpla – sem atriði sem gagnast hagkvæmni vélarinnar að sögn Suzuki . Tölur um afl og togi eru 82 hestöfl og 107 Nm tog.
Hybrid-kerfið líka uppfært
Uppfærslurnar hafa einnig náð til Hybrid kerfisins í Ignis. Tæknin er staðalbúnaður á öllu sviðinu, með endurskoðun þ.mt rafhlöðupakka með meiri afkastagetu og endurbættum reimarstýrðum rafal/ræsi, sem Suzuki segir að muni gefa eldsneytishagnaði sem nemur 5,07 l/100 km og CO2 losun upp á 114 g / km.

Sem staðalbúnað sendir 1,2 lítra tvinnbíllinn drifkraft sinn til framhjólanna um fimm gíra handskiptan gírkassa, þó að kaupendur geti áfram fengið Ignis með fjórhjóladrifi. Þá er nú endurskoðaður Ignis mögulega fáanlegur hið minnsta á Bretlandsmarkaði með CVT gírkassa á SZ-T og SZ5 gerðinni.

Suzuki Ignis: sérstakur búnaður
Auto Express segir frá því að hefðbundinn búnaður fyrir uppfærðan Ignis SZ3 í grunngerð á Bretlandi innifelur 15 tommu stálfelgur, LED aðalljós, sex loftpúða, samlitaða hurðarspegla, rafstýrðar hliðarrúður að framan, litaðar rúður að aftan, loftkæling og DAB útvarp með Bluetooth-tengingu.
SZ-T er betur búinn
SZ-T gerðir fá 16 tommu álfelgur, þakboga, breiðari hjólboga, bakkmyndavél og snertiskjá fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfi með stuðningi við Apple CarPlay og Android Auto.

Ólíkt grunngerðinni fá kaupendur fjögur í stað fimm sæta, þar sem staðlaðri afturbekknum er skipt út fyrir par af sérstæðum afturstólum á sleða.
Toppútgáfan enn betur búin
Toppútgáfan af Suzuki Ignis, SZ5 gerðin fær par af þokuljósum að framan, sjálfvirka loftkælingu, gervihnattaleiðsögn, lykillaust aðgengi og rafstýrðar rúður að aftan – ásamt ýmsum aðstoðartækjum ökumanns, svo sem akreinavara og tvöfaldur hemlabúnaður tengdur myndavél , sem getur beitt hemlunum fyrir fram í slysi.
Hér má lesa reynsluakstur Bílabloggs á Suzuki Ignis.
Umræður um þessa grein