- Skoda sýnir nú fyrstu skissurnar af hinum nýja Enyaq og Enyaq Coupé.
Þeir hjá Skoda hafa verið duglegir að „uppfæra“ bílana sína og eru greinilega ekki af baki dottnir enn – því bílavefsíður, þar á meðal BilNorge hafa verið að flytja fréttir af nýjustu uppfærslunni – Skoda Enyaq:
– Skoda Enyaq hefur verið einn vinsælasti fjölskyldubíllinn í Noregi síðan módelið kom hingað árið 2021. Í byrjun árs 2025 munum við setja Enyaq á markað í uppfærðri útgáfu, og með nýrri hönnun, segir Martine Behrens, forstjóri Skoda í Noregi.
Fyrr í haust kynnti Skoda minni gerð sportjeppa – Elroq, sem fyrsta gerðin í nýrri „Modern Solid“ hönnun Skoda, og einnig þá fyrstu í röð af sex nýjum rafknúnum gerðum frá vörumerkinu á næstu árum.
Nú fylgir Skoda á eftir hinum mjög vinsæla fjölskyldujeppa Enyaq, sem meðal annars fær nýja hönnun.
Fyrstu teikningarnar sýna þætti úr Modern Solid hönnun Skoda, þar á meðal alveg nýtt útlit framan á bílnum.
– Með eiginleikum sínum er Enyaq þekktur sem aðlaðandi fjölskyldubíll, og er ein mest keypta bílategundin í Noregi undanfarin ár. Þegar við kynnum nú nýja útgáfu er hún með nýrri hönnunartjáningu og með endurbótum á loftaflfræði og drægni fyrir bæði Enyaq jeppann og Coupé, segir Behrens.
Frá því að Skoda Enyaq kom á markað vorið 2021 eru nú alls tæplega 25.000 Enyaqar skráðir á norskum vegum.
Skoda mun deila frekari upplýsingum um nýja Enyaq í tengslum við heimsfrumsýningu og upphaf sölu í janúar 2025.
Skoda Enyaq Coupé
(Terje Ringen – BilNorge)
Umræður um þessa grein