Nýr rafmagns Rolls-Royce nálgast
Rolls-Royce hefur ítrekað ætlun sína að koma með rafdrifinn lúxusbíl á markað í lok áratugarins
Það styttist í að Rolls-Royce kynni langþráð rafknúið ökutæki en forstjórinn Torsten Muller-Otvos lofar að rafbíllinn komi á þessum áratug. Þetta er á meðal þess er fram kom í tilkynningu framleiðandans sl. mánudag.
Breska lúxusmerkið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að það sé „að íhuga arfleifð raforku á undan sögulegri tilkynningu“- og ítreka fyrri loforð frá forstjóra sínum Torsten Muller-Otvos um að Rolls-Royce muni koma fram með hreinan rafbíl á þessum áratug.
Rætt um rafmagns Rolls-Royce fyrir 120 árum
Í fyrrnefndri tilkynningu vísar Torsten Muller-Otvos til „nýrrar rafmagnsframtíðar hjá Rolls-Royce“ og segir: „Í apríl 1900 kom stofnandinn og forfaðirinn, Charles Rolls, með spádóm um rafvæðingu bifreiða.
Núna erum við búin að hraðspóla í yfir 120 ár, til þess þegar þegar ég lofaði opinberlega að við myndum koma með fyrsta hreina rafmagns Rolls-Royce á markaðinn, á yfirstandandi áratug.
Komnir af stað
„Og núna byrjar fyrirtækið okkar á sögulegu verkefni; að búa til fyrsta ofurlúxusbíl sinnar tegundar. Þetta mun gerast fyrr en margir töldu mögulegt, með ótrúlegri færni, sérþekkingu, framtíðarsýn og hollustu verkfræðinga okkar, hönnuða og sérfræðinga.“
Yfirlýsingin styrkir einnig stöðu Rolls hvað rafbíla snertir: Framleiðandinn mun kynna rafbíl fyrir árið 2030 og það verður hreinn rafmagnsbíll, þar sem fyrirtækið hefur valið að sniðganga blendingstækni. Fyrirtækið „býður fjölmiðlum að ígrunda einstaka arfleifð sína í raforku“ – tilvísun í upphaf ferlis Henry Royce sem rafmagnsverkfræðingur og að Charles Rolls keypti snemma rafbíl og flutti hann frá Bandaríkjunum til Bretlands árið 1898.
Hafa verið að gera tilraunir með rafbíla
Rolls-Royce hefur áður gert tilraunir með fulla rafvæðingu á eigin ökutækjum: Fyrir meira en áratug síðan setti fyrirtækið á markað rafknúna hugmynd sem kallast 102EX á bílasýningunni í Genf. Sagt er að bílinn hafi verið sýndur við ýmis tilefni en Rolls-Royce hefur alltaf haldið því fram að bíllinn hafi aldrei verið ætlaður til framleiðslu.
Fyrir fimm árum kynnti Rolls 103EX, róttæka rafmagnsgerð sem er ætlað að sýna framtíðarþróun í útliti, sjálfstæða tækni og lúxus. Sá bíll fór einnig í heimsreisu en sneri aftur til aðalstöðva Rolls-Royce í Goodwood árið 2019.
(frétt á Auto Express)
Umræður um þessa grein