Nýr rafdrifinn SsangYong Korando e-Motion
- Nýi SsangYong Korando rafknúni jeppinn kemur í sölu síðar á árinu 2021, segir suður-kóreski framleiðandinn.
SsangYong hefur opinberað fyrstu opinberu myndirnar af nýja Korando e-Motion – rafknúinni útgáfu af Korando jeppanum sem er fyrsta framleiðsla kóreska vörumerkisins á sviði rafbíla. Fyrstu fréttir bárust af bílnum síðla síðasta sumars, Korando e-Motion er fyrsti nýi bíllinn sem kynntur var af bílaframleiðandanum frá því að þeir lentu í fjárhagslegum erfiðleikum í desember 2020.
SsangYong heldur því fram að Korando e-Motion verði til sölu í Evrópu nú í ágúst og muni koma til Englands fyrir árslok 2021.
Ekkert verð hefur verið gefið upp en bíllinn mun bjóða upp á samkeppni í verði við bíla á borð við Hyundai Kona Electric og Kia e-Niro ásamt því að keppa beint við MG ZS EV á svipuðu verði.
Ekki mikil útlitsbreyting
Breytingin í rafmagn hefur ekki í för með sér mikla endurhönnun á bensín- og dísilútgáfum Korando, þar sem yfirbyggingin er að mestu leyti sú sama.
Bíllinn er þó með nokkur útlitseinkenni hönnunar rafbíla, svo sem lokað grill með nýja framstuðara og þokuljós, loftfræðilegar felgur og nýjum bláum útlitseinkennum til að draga fram rafmagnstenginguna.
Áður hafði SsangYong staðfest að Korando e-Motion yrði knúinn af einum rafmótor sem framleiddi 187 hestöfl – eða 26 hestöfl meira en sú turbó 1,5 lítra bensínvél sem er í gerðinni í dag.
Engar frekari upplýsingar hafa verið gefnar út en síðastliðið sumar lofaði vörumerkið rafhlöðupakka með 61,5kWst afkastagetu. Það er nóg, segir SsangYong, fyrir meira en um 420 km drægni svið í NEDC prófunarferli.
Þó að drægnin sé aðeins minni en liðlega 545 m drægni samkvæmt NEDC sviðinu sem Hyundai Kona Electric er með, ætti rafhlaðan samt að leyfa raunverulegt svið yfir 320 kílómetra.
Eina opinbera vottunin um getu bílsins kemur frá Kóreu, þar sem hann er metinn með 306 km drægni samkvæmt samþykki Korea Energy Management Corporation.
Fyrirtækið segir að framleiðsla Korando e-Motion sé þegar hafin og hefur einnig sagt frá því að fyrirtækið hafi hafið vinnu við næstu rafknúna gerð: meðalstóran rafknúinn sportjeppa með kóðaheiti J100 (og sem við munum fjalla um í sérstakri frétt).
(byggt á frétt á vef Auto Express)
Umræður um þessa grein