Nýr Porsche Cayenne GTS kemur með 454 hestafla vél
Nýi Porsche Cayenne GTS er með lægri stöðu til að bæta meðhöndlun í akstri en 4,0 lítra tveggja túrbó V8 er með 454 hestöfl og 620Nm togi
Þetta er nýi Porsche Cayenne GTS, skarpari og markvissari útgáfa af stærsta sportjeppa fyrirtækisins. Auto Express bílavefurinn breski fjallar um bílinn í dag og segir bílinn fáanlegan í venjulegri og coupe-útgáfum og fyrstu afhendingar eru væntanlegar í júlí.
Sem fyrr smellur GTS gerðin í bilið milli Cayenne S og Cayenne Turbo, með nýjum undirvagni og fjöðrunaríhlutum til að aðgreina hann á virkan hátt.
Stærsta breytingin er þó drifrás bílsins. Þó að fyrri Cayenne GTS notaði túrbó 3,6 lítra tveggja túrbó V6, þá er þessi nýji GTS með 4,0 lítra tvískipta túrbó V8. Afl er 454 hö – aukning um 20 hö – meðan talan um togið læðist upp um 20 Nm, að hámarki 620 Nm.
Porsche fullyrðir að með valfrjálsa „Sport Chrono“ pakka Cayenne GTS nái bíllinn hröðun frá 0-100 km/klst á 4,5 sekúndum og fari í topphraða 277 km/klst. Drif er sent til fjögurra hjóla í gegnum Porsche Tiptronic S átta gíra sjálfskiptingu.
GTS gerðin er með aðra stillingu undirvagn en grunngerð Cayenne með venjulegu fjöðrunina, sem lækkar bílinn um 20 mm. „Porsche Active Suspension Management“ höggdeyfar með aðlögun eru staðalbúnaður, eins og „Porsche Torque Vectoring Plus“. Þetta kerfi beitir sjálfkrafa hemlaþrýstingi á einstök hjól í beygjum til að bæta meðhöndlunina.
Frekari valmöguleikar undirvagnsins eru kolefnis-keramikhemlar, aðlöguð þriggja hólfa loftfjöðrun, beygjur á afturhjólum og „Porsche Dynamic Chassis Control“ stöðugleikastýring, til að halda bílnum enn frekar í skefjum.
Sjónrænt er að allir GTS gerðir eru með Sport Design pakka sem staðalbúnað, þar á meðal glans-svarta klæðningu að utan, glans svartar 21 tommu felgur og dekkt LED-aðal- og afturljós.
Valfrjálst sportútblásturskerfi er með einnig tvö, miðsvæðis sporöskjulaga púströr – nokkuð sem er eingöngu fyrir GTS í bili. Að innan fær nýja gerðin Alcantara snyrtingu í loftklæðningu, miðju sætis, armpúða í miðju og hurðum
Umræður um þessa grein