Nýr Peugeot Inception hugmyndabíll kynntur á CES 2023
Hinn stórkostlegi Peugeot Inception hugmyndabíll undirstrikar framtíðarsýn franska vörumerkisins með „Hypersquare“ stýri fyrir rafeindastýrða stýringu og 800 km drægni
Peugeot Inception hugmyndabíllinn hefur verið opinberaður á Consumer Electronics Show 2023 í Las Vegas, þar sem rennilegur nýi „saloon“ sýningarbíllinn varpar ljósi á spennandi framtíðarsýn fyrir vörumerkið og útlistar fyrstu upplýsingar um væntanlega „STLA Large“-grunn móðurfyrirtækisins Stellantis.
Eins og nafnið gefur til kynna mun STLA Large taka við stórum ökutækjum og þeim sem eru í efri hluta framboðs Peugeots í framtíðinni.
Fyrir vikið er Inception fimm metrar að lengd, þar sem stærð bílsins er „valin af ásettu ráði til að varpa ljósi á hinar fjölmörgu nýjungar í þessari stefnuskrá“.
Inception-bílnum er ætlað að veita innblástur fyrir framtíðarvörur, allt að fyrirferðarmestu gerðum í línunni, frá 2025.

Rafhlaðan sendir straum til tveggja fyrirferðarlítilla rafmótora – annar festur á framöxul, hinn að aftan fyrir fjórhjóladrif – með samanlagt heildarafköst „nálægt 670 hestöflum“, samkvæmt Peugeot.
Þetta er nógu gott fyrir ætlaðan 0-100 km/klst tíma sem er innan við þrjár sekúndur.
800 volta tækni nýja grunnsins (fyrsta fyrir rafbíla Peugeot) þýðir að það er ekki bara beinlínuframmistaða Inception sem er hröð, þar sem Peugeot heldur því fram að hægt sé að bæta við 28 kílómetra drægni á aðeins einni mínútu, með allt að 150 km af drægni dælt aftur inn í rafhlöðuna á aðeins fimm mínútum með þráðlausri spanhleðslutækni, þó að vörumerkið hafi ekki enn lýst endanlegum hámarkshraða við hraðhleðslu.



Peugeot segir að einfaldari og fágaðri hönnun Inception verði komin í framkvæmd um miðjan áratuginn, svo búist við að sjá blöndu hugmyndarinnar af skörpum, rúmfræðilegum línum og mýkri, vöðvastæltara yfirborði í ökuhæfu formi í næstu framtíð.
Það er ólíklegt að „snjallrúður“ bílsins verði tekin upp á einhverri framtíðar framleiðslugerð sem er í alveg þessu formi (Inception er með 7,25m² af gleri sem hannað er fyrir útlitið, með bættum hitaeiginleikum, þar af leiðandi ljómandi endurspeglun hans), en það er ekki endirinn á tækni bílsins.
Hurðir Inception eru með láréttri „Tech bar eða tæknistöng“ sem getur birt skilaboð í umhverfi sínu, svo sem halló eða bless kveðju, eða sýna rafhlöðudrægni bílsins.
Gervigreind getur einnig borið kennsl á ökumann sem er að nálgast til að stilla sætisstöðu, hitastig, akstursstillingu og margmiðlunarstillingar líka.



Peugeot hefur endurhugsað nálgun sína á innanrýmishönnun með Inception, þar sem skipan farþegarýmis er verulega frábrugðin hefðbundnum hætti.
Breiðari sæti sem eru með tækni sem aðlagast líkamsformum farþega eru sögð veita meiri þægindi, en lágt mælaborðið með stjórntækjum sem eru færð neðar hjálpar til við að bæta sýnileika fram á við og rýmistilfinningu, segir vörumerkið.
Mótuð tauefni, hrátt stál, flauel og þrívíddarprentuð efni hafa öll verið notuð við innréttingu Inception, sem skapar blöndu af áferðum, en Matthias Hossann, hönnunarstjóri Peugeot, sagði:
„Peugeot er að breytast, en Inception hugmyndin er enn ótvírætt Peugeot. Hún lýsir tímalausu aðdráttarafli vörumerkisins og sýnir hversu bjartsýn við erum um framtíð bílsins og þær tilfinningar sem hann veitir”.

„Inception hugmyndafræðin, sem er björt og full af ljósi, endurupplifir rýmistilfinninguna í akstri á sama tíma og gefur innsýn í hugsun okkar á bak við að minnka kolefnisfótspor Peugeot um meira en 50 prósent fyrir árið 2030. Umbreyting vörumerkisins varðar alla þætti hönnunar, framleiðslu og líf Peugeot morgundagsins. Hönnun er órjúfanlegur hluti af þessari umbreytingu.“
(Sean Carson fyrir Auto Express á CES í Las Vegas)
Umræður um þessa grein