- Peugeot sýndi mynd af stjórnklefa nýja bílsins, sem verður hraðskreiður rafmagnaður crossover og sem er með 21 tommu skjá fyrir framan ökumanninn.
PARIS – Peugeot mun sýna næsta 3008 crossover-bílinn sinn í september sem „rafmagnaðann fastback sportjeppa“ með 21 tommu breiðum bogadregnum skjá fyrir framan ökumann.
Skjárinn er hápunktur næstu kynslóðar “i-Cockpit” útlits Peugeot, sem staðsetur stýrið fyrir neðan mælaborði til að tryggja óhindraða yfirsýn.
Peugeot birti mynd af mælaborði 3008 á þriðjudaginn. Framleiðsla á að hefjast í lok þessa árs eða í byrjun árs 2024.
Upplýsingar um ökutækið eins og hraða, rafhlöðuorku og akstursaðstoð eru birtar vinstra megin á skjánum, en aðrar aðgerðir venjulega á miðlægum snertiskjá eins og loftslagsstýringu, leiðsögn og skemmtun eru hægra megin, aðgengileg fyrir farþega.
Stjórnklefi nýja Peugeot 3008 er með fljótandi 21 tommu bogadregnum skjá fyrir framan ökumanninn. Tækjabúnaður er til vinstri og aðrar aðgerðir eins og leiðsögn eru til hægri, aðgengilegar fyrir farþega.
Skjárinn virðist fljóta fyrir ofan bólstrað mælaborðið og er festur með földu festingarkerfi.
Miðhlutinn á mælaborðinu inniheldur 10 sérhannaða rofa; gírvalið hefur verið fært hægra megin við stýrið sem losar um pláss á milli sætanna.
Aðrir eiginleikar stjórnklefa eru meðal annars umhverfislýsing í fullri breidd og álklæðningar sem fáanlegar eru í átta litum.
Núverandi 3008 kom á markað árið 2016 og hefur verið ein af farsælustu gerðum Peugeot og er áfram sá söluhæsti í samkeppnishæfum jeppaflokki, þó sala hafi dregist verulega saman árið 2022, að hluta til vegna flutningavandamála. Hann hefur verið seldur sem bensín, dísil, tengitvinnbíll og nýjum 48 volta mildum hybrid drifrásum.
3008 var sjötti í sínum flokki á síðasta ári með 105.723 bíla sölu, samkvæmt tölum frá Dataforce. Það er 35 prósenta samdráttur frá 2021, þegar hann var í öðru sæti í flokknum með 140.589 bíla sölu. Sala fyrstu fjóra mánuði þessa árs dróst saman um 10 prósent, eða 35.760.
Næsti 3008 verður seldur sem rafknúið farartæki, hefur Peugeot sagt, þó að hann muni vera smíðaður á STLA Medium grunninum sem getur hýst innri drifrásir með brunavél fyrir markaði sem eru ekki enn tilbúnir fyrir fulla rafvæðingu. Systkinagerð bílsins, Opel Grandland, kemur á markað árið 2024. Peugeot mun einnig setja á markað lengri útgáfu sem Peugeot 5008.
STLA Medium grunnurinn, sem 3008 mun vígja, getur hýst rafdrifna drifrás með allt að 700 km drægni, sagði Stellantis.
3008 verður smíðaður í sögulegri verksmiðju Peugeot í Sochaux í austurhluta Frakklands.
(Peter Sigal – Automotive News Europe og vefur Auto Express)
Umræður um þessa grein