Nýr Opel Astra „sést“ í fyrsta sinn
- Nýr Astra mun fá rafdrifnar aflrásir og útlitslega yfirhalningu
Nú hafa myndir af nýjum Opel Astra kvisast út á vefnum. Opel staðfestir að þetta sé fyrsta kynlsóð rafdrifinnar útgáfu Opel Astra sem ætlað er að keppa við, engan annan en Ford Focus.

Stórir snjallskjáir
Fyrstu myndir sýna að nýtt útlit bílsins ber með sér hinn framúrstefnulega „Visor“ framenda. Visor samanstendur af svörtum grunni í stað hefðbundna grillsins og ansi flottra IntelliLux LED ljósa sem gera „grillið“ eins og þú sért að horfa á tölvuskjá en þetta fyrirbrigði kemur fyrst með hinum nýja Mokka sportjepplingi.

Afturendinn sýnist okkur vera sportlegur með flottu Astra merki fyrir miðju ásamt Opel merkinu.

Líkt og í nýja Opel Mokka má sjá nýju Pure Panel skjáina. Í Mokka eru tvær mismunandi stærðir á skjánum eftir því hvaða gerð bílsins er um að ræða.
Það þýðir að notendaviðmót ökumanns hefur verið einfaldað til muna þar sem einungis örfáir áþreifanlegir takkar eru til að ýta á – það sem Opel vill kalla „snjalltakka“.

Á myndunum sést að þessir „snjalltakkar“ verða í stýrinu og þar má einnig sjá að nýr Astra verður boðinn með skynvæddum hraðastilli – en ekki hvað?
Sportlegri, djarfari
Þessar glæsilegu myndir benda til þess að þessi nýja, áttunda kynslóð Opel Astra sé skref uppávið í gæðum. Opel segir að það komi til vegna „glæsilegarar hönnunar, efnisvals og tækni í innanrýminu ásamt sérlega nýtískulega hönnuðum sætum”.

Rafdrifinn
Þó að engin vélalýsing liggi fyrir má vænta þess að ný Opel Astra verði fyrsta gerðin með rafmótor. Bíllinn verði byggður á EMP2 grunninum, þeim sama og Stellantis notar fyrir Peugeot 308. Samhliða bensín og dísel vélum er búist við að einnig verði í boði einhver blendingsútgáfa.

Bíllinn verður fáanlegar í station útgáfu (Sports Tourer) ásamt fimm dyra hefðbundu hatchback gerðunum. Markmiðið er að áfram verði Opel Astra hakgvæmur kostur fyrir kaupendur. Von er á frekari upplýsingum á næstu mánuðum, segir Opel.
Byggt á grein Autoexpress.
Umræður um þessa grein