Nýr Opel Astra afhjúpaður í felulitum fyrir frumsýningu
- Nýi bíllinn mun keppa við VW Golf með tengitvinndrifrás og í stationútgáfu
Opel hefur sent frá sér mynd í felulitum af næstu kynslóð Astra fyrir frumsýninguna sem verður eftir nokkrar vikur.
Nýr Astra, 11. kynslóð af bílnum, færist yfir á EMP2 grunn Stellantis frá GM grunni sem bíllinn var byggður á áður og verður með tengitvinnbúnði til viðbótar við brunavél.
Bíllinn kemur á markað seinni hluta þessa árs, segir Opel.
Nýi bíllinn er systurgerð nýja Peugeot 308, sem mun fá rafknúinn valkost frá 2023. Opel hefur ekki staðfest að Astra verði einnig í boði sem rafbíll. 308 er fáanlegur í tveimur tvinnbílagerðum auk bensín- og dísilútgáfa.
Astra verður smíðuð í verksmiðju Stellantis í Ruesselsheim í Þýskalandi, þar á meðal Vauxhall útgáqfur með stýrinu hægra megin. Bíllinn verður einnig í boði sem stationbíll.
Núverandi Astra er byggð í Gliwice í Póllandi og Ellesmere Port á Englandi.
Opel sagði í þriðjudag í fréttatilkynningu að Astra væri að ljúka lokaprófunum, þar á meðal vetrarprófunum í Lapplandi og prófunum á vegum nálægt Ruesselsheim, og búa sig undir gerðarviðurkenningu fyrir sölu.
Astra var í 9. sæti í sölu í Evrópu í fyrra í sínum stærðarflokki, með 70.008 sölur, sem er 48 prósent samdráttur frá árinu 2019, samkvæmt tölum frá markaðsfræðingum JATO Dynamics.
Volkswagen Golf leiddi þennan stærðarflokk, með 283.651 sölur.
Gert er ráð fyrir að tengitvinnútgáfan af Astra verði með sömu forskriftir og 308 „systkinið“, sem þýðir tvö aflstig.
Í útgáfu Peugeot býður hinn sportlegri 308 tengitvinnbíll upp á 225 hestöfl með því að para saman 180 hestafla bensínvél og 81 kílóvatta rafmótor; á meðan ódýrari útgáfa mun bjóða upp á 180 hestöfl frá 150 hestafla bensínvél og sama 81 kW rafmótor. Peugeot segir að aðeins rafknúið svið 308 sé 60 km, þar til endanleg WLTP vottun liggur fyrir.
Smelltu hér til að skoða myndband af nýja Opel Astra.
(frétt á vef Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein