Nýr Nissan Rogue kynntur fyrir Bandaríkjamarkað
- Er „Ameríkuútgáfan“ af Nissan X-Trail
- Er væntanlega forsmekkur á nýjan X-Trail í Evrópu og væntanlega líka á nýjan Qashqai
Nissan í Ameríku hefur kynnt nýja kynslóð af Rogue. Það gefur vísbendingu um það sem við eigum væntanlega í vændum varðandi nýja X-Trail og Qashqai.
X-Trail í dag og Qashqai í dag hafa verið á markaði síðan 2013. Þrátt fyrir að þeir hafi fengið nokkrar uppfærslur í gegnum tíðina er nú tími fyrir kynslóðaskipti.
Nýi Rogue, sem nú er til sýnis í Bandaríkjunum, hefur verið endurhannaður, bæði að utan og innan, og hefur fengið mikið af nýjum búnaði til að bæta öryggi og þægindi.
Samt er bíllinn tiltölulega kantaður, með íhaldssama hönnun – að minnsta kosti þegar hann er borinn saman við nýja Nissan Juke.
V-grill Nissan er auðvitað að framan ásamt nýjum LED framljósum – sem er smám saman að verða staðalbúnaður í þessum flokki.
Nissan hefur notað meira styrkt stál en áður og vélarhlífar og hurðir eru úr áli – sem gefur þyngdarsparnað um 50 kg miðað við forverann.
Innandyra eru allir nýir og bandarískir fjölmiðlar sem hafa fengið kynningu á dýrari valkostum bílsins segja að hann líti mjög vel út með leðri og flottir saumar á sætum og mælaborði ásamt viðarútliti.
Ódýrustu gerðirnar fá 8 tommu skjá á mælaborðinu fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfið ásamt 7 tommu skjá sem mælaborð. Hærra búnaðarstig fær 9 tommu skjá fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfið og 12,3 tommu mælaborðsskjá auk 10,8 tommu upplýsingaskjá í sjónlínu ökumanns.
Allar gerðirnar eru með Bluetooth-tengi með Apple CarPlay og Android Auto, þráðlausri tengingu og hleðslu farsíma í dýrari gerðunum.
Á öryggissviðinu eru allar Rogue gerðir í Bandaríkjunum búnar sjálfvirkri neyðarhemlun, blindhornsviðvörun, akreinahaldara og sjálfvirkri skiptingu milli lágu og háu ljósanna. „ProPilot Assist“ býður upp á aðlagaðan skriðstilli á hraða niður í núll.
Vélin í bandarísku útgáfunni er uppfærð útgáfa af fjögurra strokka Nissan 2,5 lítra með 181 hestafla. Þegar Nissan í Bandaríkjunum eru spurðir hvort tvinnbílar séu að koma svara þeir „no comment“, svo við getum búist við því að það verði að veruleika á evrópskum gerðum.
Ekkert er vitað um framhaldið hér á Evrópumarkaði í bili, en við getum líklega búist við að sjá nýju X-Trail og Qashqai í Evrópu á seinni hluta ársins, eð í byrjun ársins 2021.
(byggt á veg Nissan í Ameríu og frétt á BilNorge).
Umræður um þessa grein