Nýr Nissan Qashqai mun fá e-Power tvinntækni
- Nissan hefur kynnt helstu upplýsingar um næstu kynslóð Qashqai – en bíllinn verður formlega kynntur síðar á þessu ári
Næsti Nissan Qashqai verður búinn ýmsum skilvirkum tvinnrænum aflrásum – og japanska vörumerkið hefur kynnt sumar tækniupplýsingar áður en bíllinn er formlega kynntur.
Boðið verður upp á nýjan valkost tvinnvélar með vörumerkinu e-Power. Þegar það bætiast við framboðið árið 2022 mun það sameina 1,5 lítra bensínvél með rafmótor þó á annan hátt en margir aðrir blendingar á markaðnum. Hér knýr 155 hestafla bensínvélin aldrei hjólin beint – heldur hleður hún rafhlöðuna sem sendir orku til rafmótors sem framleiðir 188 hestöfl og togið er 330 Nm.
Nissan segir að þessi uppsetning hafi nokkra kosti í för með sér. Með því að það er aðeins rafmótorinn sem keyrir hjólin mun Qashqai njóta góðs af augnabliksinngjöf viðbragðs rafbíla, öfugt við hæg viðbrögð margra annarra tvinnvalkosta með brunavél. Þetta þýðir líka að Nissan hefur náð að stilla 1,5 lítra bensínbúnaðinn þannig að hann virki sem hagkvæmastur þegar hann fyllir á rafgeyminn, sem þýðir að hann hefur burði til að skila enn meiri sparneytni.
Einkenni sem tekin eru frá Nissan Leaf er e-Pedal kerfið. Þetta gerir Qashqai e-Power ökumönnum kleift að nota eitt fótstig við aksturinn; þegar fótstigi inngjafar er sleppt getur það veitt allt að 0,2G endurnýjunarorku án þess að þurfa að snerta bremsuna.
Aðrar vélar í næsta Qashqai munu fá væga tvinntækni. 1,3 lítra turbóbensínvélin er tengt núverandi bíl (að vísu með eigin innri endurbótum til að draga úr eldsneytisnotkun) en er nú pöruð við uppfært 12 volta rafkerfi, þekkt sem Advanced Lithium-ion rafhlöðukerfi.
ALIS vegur aðeins 22 kg og endurheimtir orku sem annars tapast við hemlun. Þessari vistuðu orku er síðan hægt að beita í formi hóflegrar 6Nm togaukningar við hröðun í allt að 20 sekúndur í einu. Samsett með stöðvunar- / ræsikerfi sem aftengir vélina við 11 km/klst þegar hún er að færasti í stöðvun hefur kerfið hjálpað til við að draga úr losun koltvísýrings um 4 g / km.
Hin endurskoðaða 1.3 túrbó er fáanleg með vali á 138 hestöflum og 156 hestöflum. Báðar gerðirnar verða með framhjóladrifi og sex gíra beinskiptum gírkassa sem staðalbúnað, en hærri aflgjafinn er einnig fáanlegur með sjálfskiptum CVT gírkassa og fjórhjóladrifi.
Engin dísilvél í boði
Eins og Nissan hefur áður staðfest mun dísel ekki lengur vera í vélafjölskyldu Qashqai. Tengitvinnútgáfa af Qashqai mun heldur ekki koma, en Nissan mun í staðinn forgangsraða e-Power tækni og rafknúnum ökutækjum eins og nýja Ariya, aðeins stærra rafsystkini Qashqai.
Ítarlegar vélartækniforskriftir fylgja fyrri upplýsingum frá Nissan þegar fyrirtækið veitt ítarlega yfirsýn yfir nýja innréttingu Qashqai.
Japanska vörumerkið segir að nýja gerðin muni bjóða upp á meiri notagildi, betri umbúðir og bætta tækni – allt innan yfirbyggingar sem er aðeins stærri en fyrri bíllinn.
Þriðja kynslóð Nissan Qashqai er 35 mm lengri og 30 mm breiðari en forverinn sem, þökk sé snjallri hönnun, hefur komið með 22 mm af auka hnéplássi fyrir farþega í aftursæti og 28 mm meira axlarrými fyrir þá sem eru í framsætum. Höfuðrými að framan og aftan hefur einnig batnað um 15 mm, með endurhönnuninni.
(frétt á Auto Express – myndir Nissan ofl.)
Umræður um þessa grein