Nýr Mercedes Vision AMG hugmyndabíll kynntur sem rafbíll
Þessi nýi bíll verður frumsýndur 19. maí
Samkvæmt frétt á vef Autoblog tilkynnti Mercedes-AMG nýlega að fyrirtækið væri að þróa undirvagn fyrir afkastamikla rafbíla. Gordon Wagener, aðalhönnuður Mercedes-Benz, hefur sent frá sér skissu sem gæti verið einn þeirra rafhlöðuknúnu bíla sem munu byggja á þessum undirvagni.
Hönnuðurinn birti mynd á Instagram, sem sýnir útlínur hugmyndabíls sem kallast Vision AMG. Autoblog segir: „Við freistumst til að segja að við séum að horfa á coupe; það kæmi okkur á óvart ef þetta væri fjögurra dyra fólksbíll en vitlausari hlutir hafa gerst.“
„Það sem er öruggt er að skuggamyndin er með þau hlutföll sem við tengjum venjulega við ofurbíl: stuttan framenda, hallandi framrúðu og langan afturenda. Fyrst minnst er á það þá minnir afturendinn á EQXX hugmyndabílinn sem bendir til þess að loftaflsfræði hafi átt stóran þátt í mótun bílsins.“
Svo mörg voru orð þeirra á Autoblog.
Ekki búast við að finna miðstýrða vél undir málmyfirborðinu. Lítið er um opinberar upplýsingar, en Wagener merkti Vision AMG greinilega sem „alrafmagnaðan sýningarbíl“.
Ekki er áætlað að undirvagninn fari í framleiðslu fyrr en 2025, svo Mercedes-AMG hefur tíma til að fínstilla drifrás hugmyndabílsins – að því gefnu að hann sé á leið í framleiðslu, sem hefur ekki verið staðfest. Þetta gæti aðeins verið hönnunarrannsókn.
Enn er of snemmt að segja til um hvað mun aðgreina rafknúna undirvagn AMG frá þeim sem Mercedes-Benz notar. Allar upplýsingar munu koma í ljós þann 19. maí, þegar undirvagninn og Vision AMG hugmyndabíllinn verða frumsýndir.
Umræður um þessa grein