Nýr McLaren-rafbíll til höfuðs Porsche Taycan
McLaren er með áætlanir um nýjan alrafmagnaðan sportlegan fólksbíl
Bílavefurinn Auto Express sýnir okkur í dag mynd frá Avarvarli af hugsanlegum nýjum rafdrifnum sportlegum fólksbíl frá McLaren.
Nýr forstjóri McLaren, fyrrum tæknistjóri Ferrari, Michael Leiters, hefur sagt að breska fyrirtækið sé ekki að hugsa um hreinan rafmagns ofurbíl enn sem komið er, heldur sportbíl sem keppir við Taycan frá Porsche (á myndinni hér að ofan) og jeppa, sem eru hluti af rafvæðingaráætlunum McLaren.
Leiters ræddi við evo sem er systurútgáfa Auto Express, og sagði að hann hafi ekki orðið fyrir neinum áföllum þegar hann tók við af fyrrverandi forstjóra McLaren, Mike Flewitt, og sagði: „Sumt var verra, sumt var betra. Hann bætti við að sum atriði væru eins léleg og hann bjóst við, þar sem gæði væru efst á þeim lista.
„Það sem ég heyrði frá teyminu mínu er að áður fyrr samþykktum við vöru sem ekki var búið að þróa og settum hana á markað og afhentum viðskiptavinum. Artura var fyrsta verkefnið þar sem við gerðum það ekki. Við sáum að bíllinn var ekki nógu þróaður, svo við hættum afhendingu. Að gera þetta stofnaði fjárhagsstöðu félagsins í hættu en ég held að þetta hafi verið mikilvægt.“
Þó að sport- og ofurbílar verði áfram kjarninn í vörustefnu McLaren, mun Leiters einnig leiðbeina fyrirtækinu inn í rafvædda framtíð sína, sem þegar er hafin með tvinnbílnum Artura.
Hins vegar, þó að augljóst næsta skref væri fyrir McLaren að framleiða ofurbíl sem keppir við Lotus Evija, telur Leiters að tæknin sé ekki enn nógu háþróuð, svo þess í stað ætlar hann að fela liðinu sínu að einbeita sér að hefðbundnari rafknúnum farartækjum.
„Tæknin er samt komin svo langt og gerir okkur kleift að aðlaga bíla okkar að kröfuharðari lífsstíl og með meira notagildi.
Ég held að lykilmælikvarðinn fyrir McLaren sé ef til vill að koma með bíl sem tekur fleiri farþega.
Ekki endilega hraðskreiðari – þó að það kæmi alveg til greina.
Nýr bíll mun þurfa að vera pottþéttur að mati Leiters og innihalda kraftmikið DNA McLaren, það er sjálfgefið, en þetta eru samt bílar sem verða með stóran verðmiða, upp á að minnsta kosti 200.000 pund (ríflega 33 miljónir ISK), tala sem hann telur að ætti að vera inngangspunktur í að eiga bíl frá McLaren. „Við þurfum að einbeita okkur að arðsemi, ekki magni,“ sagði hann.
Til að standa við stefnu sína er Leiters líka vel meðvitaður um að hann muni þurfa tæknilega samstarfsaðila. Sögusagnir um kaup Audi á McLaren hafa hins vegar verið afskrifaðar afdráttarlaust. Engu að síður er búist við því að BMW, sem hjálpaði McLaren við þróun tvinnaflrásar Artura, sé opinn fyrir því að auka samband sitt við McLaren.
(frétt á vef Auto Express)
Umræður um þessa grein