- Í bílnum er eru tveir mótorar, fjórhjóladrif og nægt afl.
eTerron 9 er með 167 hestafla mótor á framöxli og 268 hestafla einingu að aftan. Þetta veitir samanlagt afl upp á 436 hestöfl (meira en Ford Ranger Raptor framleiðir) hann er fjórhjóladrifinn og hann er fljótur upp (hefur mikla hröðun) segir framleiðandinn.
„All-Terrain” kerfið býður ökumönnum upp á að velja um sex akstursstillingar, þar á meðal fyrir sand og leðju til komast lengra í torfærum, en loftfjöðrun er staðalbúnaður og gerir einnig að verkum að hægt er að stilla hæð bílsins.
Hægt er að breyta hæð bílsis um 60 mm til að auðvelda hleðslu og affermingu.
Til að fæða þessa mótora rafmagni er stór 102kWh rafhlaða sem á að geta farið um 430 kílómetra á einni hleðslu. Með hámarks hleðslugetu upp á 115kW ætti 20 til 80 prósent hleðslutími fyrir eTerron 9 að taka 40 mínútur.
eTerron 9 er 5,5 metrar að lengd og er 13 cm lengri en Ford Ranger. Þú lækkað palllokið með því að ýta á hnapp, sem eykur hámarks hleðslulengd í 2,4 metra, samanborið við um 1,5 metra í Double Cab Ranger.
eTerron 9 á að geta dregið allt að 3.500 kg, rétt eins og Ranger, þó að hámarks burðargeta hans upp á 620 kg sé nálægt helmingi minni en ákveðnar gerðir Ford pallbíla geta borið.
Rétt eins og Ford F-150 Lighting eða Rivian R1T, er eTerron 9 með veðurhelt „frunk” undir vélarhlífinni sem býður upp á 236 lítra geymslupláss.
Hann hefur einnig getu til að hlaða annað ökutæki (V2L) og hann getur einnig knúið raftæki sem sett eru í samband við bílinn.
Það eru 2.2kW innstungur í húddgeymslunni og pallrýminu en þar er einnig í boði 6.6kW tengill.
Bretar geta byrjað að panta bílinn í október og afhendingar eiga geta hafist í janúar 2025 en verð hefur ekki verið staðfest.
Umræður um þessa grein