Nýr Kia Sportage sportjeppi 2022: útgáfa fyrir Evrópu frumsýnd
Evrópu-útgáfan af nýja Kia Sportage hefur verið afhjúpuð með ýmsum valkostum í blendings- og tengitvinnbúnaði
Kia hefur afhjúpað nýja og sérstaka Evrópuútgáfu af fimmtu kynslóð Sportage fjölskyldujeppans, með tengitvinnbúnaði og sem hybrid. Honum er ætlað að keppa við keppinauta kóreska vörumerkisins, þá Hyundai Tucson og Nissan Qashqai.
Þetta er í fyrsta sinn sem Kia hefur smíðað Sportage sérstaklega fyrir Evrópumarkaðinn, en þessi nýi bíll er með 75 mm styttri hjólhaf en sá Sportage sem er í boði á alþjóðamarkaði.
Verður formlega frumsýndur á IAA í Munchen 6. september
Kia mun kynna European Sportage á bílasýningunni í München 2021 og opna dyr sínar fyrir fjölmiðlum 6. september.
Þó að þetta sé í fyrsta skipti sem Kia hefur þróað Sportage sérstaklega fyrir Evrópu, er nokkuð sem sýnir hversu langt vörumerkið er komið á markaði þar sem hann var ekki áberandi í mörg ár, þá er það ekki í fyrsta skipti sem Kia býður upp á „crossover“ með mismunandi útliti.
Fyrsta kynslóð Sportage var boðin með tveimur eða fjórum hurðum og útgáfa af síðarnefnda bílnum var í boði með lengri afturenda á sumum alþjóðlegum mörkuðum, þar á meðal Ástralíu.
Hönnun, tækni og skemmtilegheit
Nýi bíllinn hefur verið þróaður með þrjár lykilstoðir í huga, að sögn Kia.
Sú fyrsta beinist að nýstárlegri hönnun, önnur að háþróaðri tækni og sú þriðja á að gera bílinn skemmtilegri í akstri.
Þessi nýja aflrás fyrir Sportage er með 1,6 lítra fjögurra strokka túrbó bensínvél ásamt 13,8kWh rafhlöðu sem ásamt rafmótor gefur samanlagt afköst sem nema 261 hestafli. Þó að enn eigi eftir að koma fram frekari upplýsingar þá er rafmagnssvið aðeins innan við 55-60 km (7,2kW hleðslutæki um borð þýðir tveggja tíma hleðslutíma).
Sem hluti af rafvæðingaráætlun Kia verður 227 hestafla 1,6 bensín blendingur með minni 1,49kWh rafhlöðu og rafmótor í boði.
Önnur ný vél fyrir Sportage er 1,6 lítra bensín túrbóvél frá Kia – 148 hestöfl.
Þessi vél er með mildri blendingstækni og verður pöruð við skynvædda handskiptingu Kia. Ef menn vilja fá sjálfvirkan gírkassa eykur aflrásin í 1,6 T-GDi DCT afköstin í 178 hestöfl.
Dísilafl verður enn fáanlegt með 1.6 CRDi einingu í boði annaðhvort 113 hestöfl (handvirk) eða 134 hestöfl (DCT sjálfvirk).
Flott mælaborð
Tækni eins og „matrix“-LED ljós, 360 gráðu myndavél og fjarstýrð bílastæðahjálp eru valkostir, en það fer eftir búnaðarstigi bílanna.
Meira pláss í innanrými
Nýi Sportage fer í sölu síðar á þessu ári og gert er ráð fyrir að nýir kaupendur geti fengið bílana sína í byrjun árs 2022.
(byggt á vef KIA, Auto Express og Autoblog – myndir frá KIA)
Umræður um þessa grein