Nýr Kia Sorento útnefndur „Aldrifsbíll ársins 2020“
Fjórða kynslóð flaggskips Kia í jeppaflokki vinnur verðlaun í hönnunarflokki í hinni þekktu „Auto Bild Allrad“ samkeppni.
Kraftmikill og glæsilegur Kia Sorento verður í boði sem tvinnbíll og tengiltvinnbíll þegar sala hefst á seinni helmingi árins 2020.
Stutt er síðan Kia svipti hulunni af fjórðu kynslóð Kia Sorento. Bíllinn hefur þó strax unnið til verðlauna. Nýja gerðin, sem var heimsfrumsýnd í lifandi streymi á Facebook í mars síðastliðnum, hefur verið útnefndur „Aldrifsbíll ársins 2020“. Sala á bílnum hefst á þriðja ársfjórðungi 2020.
Það er Auto Bild Allrad, mestselda tímarit í Evrópu um fjórhjóladrifna bíla, sem stendur að þessu þekkta vali. Flaggskip Kia hlaut verðlaun í flokki hönnunar. Þetta er þriðja árið í röð sem Auto Bild Allrad verðlaunar bíl frá Kia. Árin 2018 og 2019 kusu lesendur Auto Bild Allrad sportbílinn Kia Stinger þann besta í flokki innfluttra, fjórhjóladrifinna bíla með verðmiða upp á yfir 40.000 evrur. Úrslit í kjörinu nú voru kynnt í 7. tölublaði Auto Bild Allrad, en árviss verðlaunaathöfn féll niður vegna Covid-19 heimsfaraldursins.
„Við erum að brjóta nýtt blað í sögu þessa velheppnaða flaggskips okkar með fjórðu kynslóð Sorento. Þess vegna erum við sérstaklega stoltir af þessum verðlaunum,“ segir Steffen Cost, framkvæmdastjóri Kia Motors í Þýskalandi.
„Hann státar af kraftalegri og glæsilegri hönnun og framboði á búnaði sem hæfir nútímalegum borgarjeppa. Ný viðmið eru sett í framboði á aflrásum og bílnum fylgir afkastamikið aldrifskerfi, nýjasta gerð akstursstoðkerfa og upplýsingakerfa, ríkulegur þægindabúnaður og mikið innanrými. Sorento hefur eignast fjölmarga aðdáendur í Þýskalandi frá því hann var kynntur fyrst árið 2002.
Við erum sannfærðir um að vinsældir hans eiga enn eftir að aukast umtalsvert með nýrri kynslóð.“
Nýi bíllinn grundvallast á fagurfræði fyrri kynslóða Sorento sem einkenndust af kraftmikilli og endingargóðri hönnun. En skarpari formlínur og útlínur og kraftalegri hlutföll gefa honum enn sportlegra yfirbragð. Fjórða kynslóð Sorento er ennfremur sú fyrsta sem byggð er á nýrri gerð undirvagns fyrir jeppa í miðstærð. Ný hlutföll undirvagnsins og skilvirkari rýmisnotkun opnar fyrir uppsetningu rafaflrása. Í Evrópu verður nýr Sorento fáanlegur með tvinn- eða dísilaflrás og tengiltvinnaflrás þegar fram líða stundir.
Bíllinn býður upp á gott rými fyrir allt að sjö manns í sætum og státar af einu stærsta farangursrými í stærðarflokknum (allt að 910 lítrar, háð útfærslu og vélargerð).
Meðal þægindabúnaðar er Nappa leðuráklæði og BOSE® hljómtæki með umhverfishljóm. Í stjórnrýminu er stafrænn ökumælaklasi, framrúðuskjár og 19,25 tommu skjár fyrir leiðsögutæki sem inniheldur einnig UVO Connect online þjónustuna.
Breitt úrval akstursstoðkerfa í Sorento innifelur meðal annars í sér snjallstýrða hraðastillingu sem tengist leiðsögukerfinu og þjóðvegaakstursvara (Highway Driving Assist). Nýjung er fjarstýrður bílastæðavari sem gerir eiganda kleift að fjarstýra bílnum með snjalllyklinum og aka honum mannlausum út úr bílastæði. „Terrain Mode“ kerfi Sorento er mikilvæg aðgerð þegar ekið er við krefjandi aðstæður. Búnaðurinn stuðlar að betra gripi í aur, sandi og snjó.
Umræður um þessa grein