Nýr Kia EV4 bætist við rafmagnsframboð fyrirtækisins
- Kia er tilbúinn til að auka framboð sitt á sviði rafbíla með millistórum EV4 á næsta ári
Kia mun fylgja fyrsta sérsniðna rafbílnum sínum, EV6 krossover, með tveimur „EV“ jeppagerðum að sögn breska bílavefsins Auto Express. Að sögn vörustjóra KIA fyrir Evrópu, Sjoerd Knipping, mun annar „EVx“ bíll kóreska vörumerkisins vera stór jeppi sem miðar á Bandaríkin.
Það sem er mikilvægt fyrir okkur hér í Evrópu er að honum verður fylgt eftir með gerð sem er þróuð fyrir Evrópumarkaðinn – Knipping talaði um að „jafnvægi“ væri milli Bandaríkjanna og annarra landsvæða.
Kia á skráð vörumerki fyrir gerðir allt frá EV1 til EV9. Stóri jeppinn gæti verið merktur EV7 eða EV8 og hann mun bjóða upp á sjö sæta möguleika svipaða og Ioniq 7 jeppinn frá Hyundai sem var staðfestur til frumsýningar árið 2024.
Í kjölfarið verður „krossover“ sem kallast mögulega EV4, svipaður að stærð og keppinautar á borð við fyrir Volvo C40 og Mercedes EQA; en myndir AutoExpress forsýna þennan nýja bíl.
Hönnun hans sem eru mjög innblásin af EV6 munu líklega verða með framljósin og LED ljósastiku að aftan í fullri breidd, auk kraftmikils útlits og nýs merki Kia.
EV4 verður smíðaður á E-GMP grunni fyrir rafbíla Hyundai-Kia Group. Aðeins minna hjólhaf í samanburði við EV6 (2.900 mm) þýðir að stærð bílsins verður nær þeirri sem eru í nýrri evrópskri útgáfu af fimmtu kynslóð Sportage jeppans frá Kia.
Snjallar lausnir í hönnun sem gerðar eru með fjölhæfum grunni munu hámarka plássið í farþegarými, með færri málamiðlunum en í bíl með brunahreyfli.
Og jafnvel með styttra hjólhafi er líklegt að EV4 noti rafhlöðutækni EV6.
Það þýðir að hægt væri að bjóða 58 kWh og 77,4kWh, sem gæfi hámarksdrægni sem nemur rúmlega 480 kílómetra í þessum meðalstóra rafdrifna EV4 sportjeppajeppa.
Búast má líka við tveggja mótora aflgjafa, sem gefur fjórhjóladrifsgetu og hugsanlega allt að 321 hestafli, þó að búist sé við að 226 hestöfl eins mótors útgáfa verði einnig fáanleg og það myndi lækka grunnverðið.
Með E-GMP uppsetningunni sem býður upp á 800 volta grunn fyrir rafmagnið og hámarks 350kW hraðhleðslu ætti stærri rafhlaðan að hlaða sig frá 10 til 80 prósent á aðeins 18 mínútum, eða ná 62 kílómetra akstursvegalengd á aðeins fimm mínútum.
Þó að E-GMP grunnurinn muni liggja til grundvallar mörgum rafknúnum ökutækjum í næstu framtíð, þá lýsti Knipping einnig yfir að hann „þjóni ekki öllum stærðarflokkum, einkum sumum minni bílunum.
Hann bætti við: „Ekki þurfa allir bílar 800V tækni, þannig að við gætum notað 400V tækni okkar í sumum tilfellum.
Við þurfum að sjá hvort að sá markaðshluti sem við þjónum getur verið með afleiddum kerfum, eins og núverandi e-Niro, eða hvort nýr grunnur verður til?“
Kia ætlar að hafa 11 rafbíla í boði fyrir árið 2025; sex sjálfstæða rafbíla, með fimm „afleiddum“ rafbílagerðum.
Knipping segir: „Við verðum að reikna út hvað er forgangsverkefnið; geirarnir þar sem á að koma fram með rafbíla og þar sem hægt er að samnýta grunn fyrir bíla með hefðbundnum brunavélum“.
Sem hluta af þessari rafvæðingu hjá Kia munum við líklega sjá EV7 eða EV8, stóra sportjeppa vörumerkisins á næsta ári. Á sama tíma gæti EV4 verið frumsýndur árið 2022 eða snemma næsta árs þar á eftir, en salan hefst síðar á árinu 2023.
(frétt á vef Auto Express)
Umræður um þessa grein