Nýr Honda Jazz frumsýndur í Tókýó eftir nokkra daga
Næsta kynslóð Honda Jazz mun fá tengitvinn-drifrás og nýtt kantaðra útlit, með það að markmiði að koma með krafti inn á markaðssvið litlu „sportjeppanna“ ef marka má fréttir í aðdraganda bílasýningarinnar í Tókýó sem byrjar þann 24. október næstkomandi. Myndir sem hafa birst sýna að framendinn mun vera með stærri aðalljósum, meira áberandi grill og stærri stuðara. Svört plastklæðning utan um hjólbogana setur punktinn á grófri endurhönnun.
Sést hefur í umfjöllunum á vefnum að þessi nýi Jazz muni nota svipaðan drifrás og „Intelligent Multi-Mode Drive“ (i-MMD) uppsetningin sem notuð er í CR-V jeppanum. Við akstursskilyrði með lítið átak mun brennsluvélin starfa sem rafall, senda hleðslu í rafhlöðupakkann og rafmótorinn, frekar en að senda aflið beint til hjólanna.
Umræður um þessa grein