Nýr Ford rafjeppi sést við prófanir
Nýjar myndir gefa fyrstu sýn á glænýjan rafbíl Ford sem er í prófun og verður kynntur innan skamms
Þessar nýju njósnamyndir sem sjást hér með þessari frétt af væntanlegum alrafmagns crossover frá Ford sýna okkur bestu mynd af þessum nýja bíl frá Ford, sem er væntanlega frumsýndur fljótlega.
Bíllinn sást við prófanir í rafvæðingarmiðstöð vörumerkisins í Köln.
Þrátt fyrir að vera í miklum felulitum, má sjá helstu áherslur í hönnun bílsins sem er ný áskorun Ford í flokki fjölskyldujeppa.
Djúpt, breitt grill er augljóst undir felulitunum, með háum, breiðum framljósaeiningum bílsins við hliðina.
Þau gætu verið tengd með LED ræmu, eins og myndirnar sem vefur Auto Express var að birta, en að aftan mun nýi bíllinn vera með stórum afturljósaeiningum og vindskeið að aftan.
Traustlegt útlit verður styrkt af sterkum línum á yfirborði, sem við munum sjá þegar felulitirnir fara af, hugsanlega strax í mars.
Þessi millistærðarjeppi frá Ford verður líklega svipaður að stærð og Volkswagen ID.4, vegna þess að hann er byggður á sama VW-afleidda MEB grunni fyrir rafbíla sem byggður er á tengingu milli þessara tveggja vörumerkja. MEB-hönnunin getur sem stendur rúmað rafhlöðu allt að 77kWh og Ford segir að nýja gerð þess muni geta farið 500 km á fullri hleðslu.
Grunninn er einnig hægt að nota fyrir bæði aftur- og fjórhjóladrifsútgáfurr, með afköstum á milli 146 hö og 295 hö fyrir öflugustu fjórhjóladrifsgerðirnar.
Þessi nýi bíll verður fyrsta gerðin úr nýju rafbílaframboði Ford í Evrópu eftir að þeir afhjúpaði nýja „byrjun“ viðskiptaeiningu sem heitir Ford Model e, sem mun koma með þrjá nýja rafjeppa árið 2024.
Ásamt nýju gerðinni á myndinni, ásamt samningnum sem Ford gerði við Volkswagen Group um að tryggja aðgang að MEB-grunni VW fyrir rafbíla mun hönnunin ná til tveggja þessara gerða – fimm sæta, meðalstærðar jeppa, bíllinn sem er á myndunum og sportlegri crossover.
Bílarnir verða smíðaðir í verksmiðju fyrirtækisins í Köln, sem nú er að breytast með 1,5 milljarða punda fjárfestingu frá því að vera heimili Fiesta-bílsins (sem hættir framleiðslu í júní á þessu ári) í rafbílaverksmiðju með rafhlöðusamsetningarverksmiðju á staðnum. Hinn nýi rafbíllinn verður rafmagnsútgáfa af Puma crossover.
Eins og myndirnar sýna mun nýi jeppinn gefa okkur fyrstu innsýn í nýja hönnun Ford á rafbílum þegar hann kemur, og mun hafa minna fótspor en núverandi rafmagnaði sportjeppi vörumerkisins, Mustang Mach- E.
Önnur rafknúin gerð frá Köln mun koma árið 2024, sem Ford lýsti sem „sportcrossover“, sem það hefur áður lítillega kynnt. Líkt og Volkswagen ID.5 mun hann líklega vera lægri útgáfa af jeppa ættingja sínum. Og þrátt fyrir sameiginlegan grunn sagði Stuart Rowley, fyrrverandi yfirmaður Ford Evrópu, við Auto Express á síðasta ári að hann sé þess fullviss að þessir nýju jeppar muni skilja sig frá framboði Volkswagen: „Ég get fullvissað ykkur um að þessir bílar munu algjörlega líta út og keyra eins og Ford-bílar”.
Á eftir þessum tveimur sérsmíðuðu rafbílum mun koma rafknúin útgáfa af Puma crossover frá vörumerkinu, þar af voru 130.000 seldir í Evrópu árið 2020; Puma náði einnig fjórða sæti fyrir skráningar í Bretlandi á síðasta ári.
Hann verður smíðaður í Rúmeníu, með framleiðslugetu sem er tiltæk vegna þess að hætt verður fljótlega að smíða EcoSport crossover.
Engar tæknilegar upplýsingar hafa verið staðfestar, en til að keppa eins og Peugeot e-2008 þarf drægni yfir 320 km.
Samhliða tilkynningu um rafknúna fólksbílinn á síðasta ári, staðfesti Ford einnig að fjórir bílar af nýrri kynslóð rafknúinna atvinnubíla verði fáanlegir í Evrópu árið 2024.
(frétt á vef Auto Express)
Umræður um þessa grein