Nýr og endurbættur Dacia Duster var forsýndur í Nauthóli í dag. Beðið hefur verið með eftirvæntingu eftir þessum bíl, því talsverðar breytingar eru á bílnum frá síðustu útgáfu.
Dacia Duster hefur heldur betur sannað gildi sitt frá því að hann kom fyrst í sölu hér á landi árið 2012.
Einfaldur búnaður, sterk smíði og lítið viðhald hafa gert bílinn svo ástælan sem hann er. Ekki er óalgengt að sjá notaða svona bíla ekna um og yfir 300 þúsund kílómetra og enn í fullu fjöri.
Nýr Dacia Duster er kraftalegur í útliti og líkist enn meira jeppa nú en áður.
Dusterinn verður boðinn með bensínknúnum aflrásum, fjórhjóladrifna gerðin er með hybrid aflrás en framhjóladrifna gerðin er boðin með mild-hybrid.
Mild-hybrid gerðin skilar um 141 hestafli og togar um 148 Nm en hybrid bílarnir með fjórhjóladrifinu skila um 130 hestum með um 230 Nm í togi.
Bíllinn er ansi huggulegur í útliti og skemmtilegum fídusum hefur verið bætt við. Hægt er að breyta bílnum í tveggja manna svefnrými með aukabúnaði og mælaborð er komið með stafrænan skjá og allur umbúnaður uppfærður til nýjustu tísku.
Við hjá Bílablogg.is munum reynsluaka þessum bíl um helgina og færa ykkur glóðvolga umfjöllun um bílinn í næstu viku.
Umræður um þessa grein