Nýr Audi Q5 Sportback TFSI e PHEV kynntur
- Audi hefur sett á markað tvær tengitvinnbílaútgáfur af Q5 Sportback en sú öflugasta er 362 hestöfl
Audi Q5 Sportback coupe-sportjeppinn er nú fáanlegur með vali á tveimur tengitvinn aflrásum: 50 TFSI e quattro Sport og 55 TFSI e quattro.
Ódýrari útgáfan er Q5 Sportback 50 TFSI e quattro frá Audi er með 2,0 lítra túrbó fjögurra strokka bensínvél sem vinnur ásamt 17,9 kWW rafhlöðu og rafmótor. Samanlagt framleiðir kerfið 295 hestöfl og 450 Nm af togi, sem Audi segir að sé nóg í 0-100 km/klst á tíma sem er 6,1 sekúndur.
Dýrari útgáfan er 55 TFSI e sem er með túrbó 3,0 lítra V6 vél, sem er parað við sömu rafhlöðu og rafmótor og í 50 TFSI e. Þessi samstæða framleiðir 362 hestöfl og 500 Nm tog samtals, sem nærr 0-100 km/klst á 5,3 sekúndum. Báðar gerðirnar hafa rafrænt takmarkaðan hámarkshraða um 240 km/klst.
Báðar gerðir tengitvinnbíla Audi eru með fjórum akstursstillingum: rafmagn, Hybrid, biðstilling og hleðsla. Fyrstu tvær skýra sig sjálfar og bjóða upp á sérstakar stillingar fyrir annað hvort bara rafmagn eð akstur með rafmagnsaðstoð.
Biðstilling geymir hleðslu rafhlöðunnar til notkunar seinna á ferðinni, sem er gagnlegt ef síðari hluti ferðar fer á losunarstýrt svæði. Að lokum fyllir hleðslustilling hægt á rafhlöðupakkann með bensínvélinni.
Með því að nota venjulega innstungu tekur það báða Q5 PHEV um átta klukkustundir að hlaða rafhlöðupakkana sína að fullu. 7,2kW hleðslutæki um borð er staðalbúnaður, en Audi hefur ekki enn gefið upp hversu langan tíma hleðsla frá veggkassa tekur.
Staðalbúnaður fyrir Audi Q5 Sportback 50 TFSI e quattro Sport inniheldur 18 tommu álfelgur, LED framljós, króm útblástursrör, álþakbogar, bílastæðaskynjara að framan og aftan, bakkmyndavél og glansandi svartar áfellur utan.
Að innan eru par af hituðum sportsætum með leðri, þriggja svæða loftslagsstýring, 10,1 tommu upplýsingaskjár og 12,3 tommu stafrænn tækjaklasi sem báðir eru með sérstaka valmyndarmöguleika fyrir nýju PHEV aflrásina.
Q5 Sportback 50 TFSI e quattro S línan bætir við 19 tommu álfelgum, Matrix LED framljósum, meira áberandi stuðurum að framan og aftan, dýpri hliðarsílsum og skyggðum rúðum að aftan. Framljósaþvottur eru einnig staðalbúnaður, sem og flettistefnuljós.
Að innan eru bílarnir með áherslum úr burstuðu áli, sportstýri og svvartri klæðningu í þaki. Sportsætunum sem eru staðalbúnaður á Q5 er einnig skipt út fyrir leður og Alcantara með merki S-línu sem er útsaumað.
Audi býður einnig upp á sérstaka útgáfu af 2,0 lítra PHEV Q5 Sportback, sem kallast Edition 1. Þar er búið að bæta við 20 tommu demantsskornum álfelgum, rauðum bremsubúnaði og „Black Styling Pack“, sem skiptir út hurðarspeglum sportjeppans, grilli, innfellingum í stuðara og áfellum á afturhlera með svartri gljáandi áferð.
„Vorsprung“-gerðin er efst á Q5 Sportback 50 TFSI e quattro sviðinu. Sú gerð er með 21 tommu álfelgum, OLED afturljóskerum, aðlagandi loftfjöðrun, stórt glerþak og „Black Styling Pack“ frá Audi.
Vorsprung-bílarnir fá einnig fjöldann allan af auka innréttingum, þar á meðal 19 hátalara Bang & Olufsen hljómtæki, rafstillanlega stýrisúlu, Nappa leðuráklæði, framsæti með nuddi og hituð aftursæti. Öryggisbúnaðurinn fær líka víðbót með 360 gráðu bílastæðamyndavél, virkri akreinahjálp og aðlögunarhraðastýringu með aðstoð við í umferðarteppu.
55 TFSI e quattro með V6-vél í kemur í tveimur forskriftum: „Competition“ og „Competition Vorsprung“, og er með svipaðan búnað og afbrigði S línunnar, þó með hljóðeinangrun í rúðum, framsæti með nuddi og 20 tommu álfelgur.
Að lokum er flaggskipið Q5 Sportback 55 TFSI e „Competition Vorsprung“ er með allan búnað sem er að finna á 50 TFSI e Vorsprung, paraður með öflugri PHEV drifbúnaði.
(frétt á Auto Express)
Umræður um þessa grein