Nýr 408 crossover frá Peugeot mun koma á markað sem tengiltvinnbíll
Hinn nýi Peugeot 408 verður sýndur 22. júní og opinberar kynningarmyndir staðfesta að sögn Auto Express að þetta verði coupe-sportjeppi.
Við höfum áður séð franska fyrirtækið birta nærmynd af „nefi“ bílsins – sem sýnir grillið, merkið og 408 merkið – en nú höfum við miklu skýrari sýn á nýja fjölskyldubílinn frá Peugeot.
Við höfum áður séð njósnamyndir af Peugeot sem sýna „upphækkaðan“ fólksbíl – í svipuðum stíl og Polestar 2 – og þær staðfesta að prófunarbíllinn á myndinni var sannarlega nýr 408.
Njósnamyndirnar af leyndardómsbílnum sýna Peugeot-dagljósin, lægri þaklínu en á hefðbundna 3008 sportjeppanum, auk hallandi línu að aftan sem gefur honum sportlegra snið.
Þreföldu afturljósin sem sjást á restinni af vörulínunni munu næstum örugglega líka koma fram.

Nýju opinberu myndirnar frá Peugeot sýna ekki eins mikið en staðfesta að minnsta kosti að við munum sjá alla þessa Peugeot hönnunareiginleika á 408.
Það kemur ekki á óvart en það lítur út fyrir að 408 muni einnig nota i-Cockpit farþegarými Peugeot.
Peugeot hefur áður sagt að nýi 408 bíllinn „sameinai einkennandi jeppaútlit með kraftmikilli Fastback prófílmynd“. Að sleppa 008 merkinu sem tengist jeppum Peugeot þýðir að 408 mun líklega sitja á milli 308 hlaðbaksins og 508 fólksbílsins.
408 ætti að fá útlitseinkenni frá báðum bílum, þó að grillið sem sýnt er á kynningarmyndinni feli í sér nýja hönnun.
Notkun á tengitvinndrifrás fyrir 408 er nánast örugg. Við getum búist við að 408 bjóði upp á sömu 1,6 lítra, fjögurra strokka tvinn bensínvélar sem skila 178 hestöflum eða 222 hestöflum eins og í 308.
Ef Peugeot „Sport Engineered“ gerð er í smíðum gæti hún fengið 335 hestafla tvinn aflrás frá 508 PSE.
Hins vegar er 408 kannski ekki takmarkaður við tengitvinnorku, þar sem hann mun nota EMP2-einingakerfi Stellantis svo við gætum séð 128 hestafla 1,2 lítra bensín og 128 hestafla 1,5 lítra dísil. Líkt og með 308 er líklegt að sérhver aflrás verði aðeins fáanleg með átta gíra sjálfskiptingu.

Þar sem Peugeot 308 verður brátt boðinn með rafknúnu e-308 afbrigði, gæti líka verið e-408 í pípunum.
Í 154 hestafla e-308 veitir 54kWh rafhlaða 400 km drægni – þó að aukastærð og þyngd e-408 muni líklega þýða að hann muni ekki geta ferðast alveg eins langt.
Þrátt fyrir það ætti bíllinn samt að veita grunngerðum af Skoda Enyaq Coupe og Volkswagen ID.5 heilbrigða samkeppni.
Við gerum ráð fyrir að komandi 408 muni veita Toyota C-HR, Renault Arkana og Volkswagen T-Roc samkeppni, auk þess að bjóða upp á val við 508 og 3008 jeppana í vörumerkinu.
(frétt á vef Auto Express)
Umræður um þessa grein