- Það hefur verið beðið eftir þessari nýju gerð og loksins er hann kominn í ljós og já, þetta er sportjeppi – Margt hefur breyst með rafmagns Nissan Leaf, en nýja gerðin verður samt smíðuð í Bretlandi
Hinn nýi Nissan Leaf, sem er nú kominn í þriðju kynslóð og er nú sýndur áður en hann kemur á markað á seinni hluta þessa árs. Og eins og við höfum vitað í nokkurn tíma hefur þessum bíl sem var brautryðjandi rafmagns hlaðbakur verið umbreyttur í stílhreinan, háþróaðan crossover í þessari nýju gerð.
Stíllinn er innblásinn af Nissan Chill-Out hugmyndabílnum sem kynntur var árið 2021, þar sem nýi Leaf fær nokkra lykilþætti í arf, svo sem einstaka túlkun hans á einkennandi „búmerang“ ljósum vörumerkisins, og áberandi hönnun hjóla, þó tommu minni en voru á sýningarbílnum.

Aðrar upplýsingar eru frekar skarpt oddhvass nef með ljósastiku í fullri breidd og upplýst Nissan merki. Það eru líka innfelld handföng á framhurðunum, með afturhurðarhandföngum falin hátt uppi á C-bitanum til að gefa bílnum coupe-líkt útlit, en hleðslutengið er staðsett á vinstra frambrettinu.

Nýi Leaf hefur augljóslega miklu hærri aksturshæð en síðustu tvær gerðirnar, samt er loftaflsfræði lykiláherslan. Slétt yfirbyggingin og hallandi þaklínan munu hjálpa til við það, auk þess að gera nýjustu gerðina meira áberandi.
Þrátt fyrir örlítið coupe-kenndan prófíl lofar Nissan að nýr Leaf verði rúmgóður fjölskylduvænn crossover. Þetta bendir okkur til þess að keppinautar gætu orðið aðrir nýlegir sportjeppar eins og Skoda Elroq og Kia EV3 sem nýlega kom á markað. Volvo EX30 og Smart #1 eru einnig hugsanlegir keppinautar.

Nýr Nissan Leaf 2025 að framan
Enn sem komið er höfum við ekki séð inn í bílinn til að meta hversu mikið pláss er í boði. En við gerum ráð fyrir að nýr Leaf verði með nýrri kynslóð farþegarýmishönnunar vörumerkisins, sem deilir mörgum þáttum með stærri Nissan Ariya – Auto Express bíl ársins 2022.
Að innan mun býi bíllinn líklega innihalda tvöfalda skjái og snjalla samþættingu sumra áþreifanlegra stjýringaraðgerða í ýmsum útfærslum og efnisþáttum, eins og með gerviviðarstjórnborði Ariya, ásamt nýju Google-knúnu upplýsinga- og afþreyingarkerfi sem nú kemur í Nissan Qashqai.
Grunnur, drægni og hleðsluhraði
Opinberar myndir eru tiltölulega fáar eins og er í augnablikinu og tæknilegar upplýsingar líka. Hins vegar hefur Nissan staðfest að aflrás Leaf muni innihalda nýja þrír-í-einn rafdrifna einingu og bíllinn mun sitja á sama CMF-EV grunni og Ariya, auk Renault Megane E-Tech og Scenic E-Tech.
Það er mögulegt að Leaf verði boðinn með sömu 63kWh og 87kWh rafhlöðupökkum og stóri bróðir hans líka. Ef svo er, þá myndum við búast við að frumgerðir myndu bjóða upp á einhvers staðar á milli 450 og 480 km drægni, en langdrægar útgáfur gætu náð meira en 560 km á einni hleðslu. Við ættum að vita það með vissu á næstu mánuðum.
Ariya og vélrænt skyldur Megane eru báðir með 130kW hámarkshleðsluhraða og við gerum ráð fyrir að nýi Leaf muni gera það líka. Það er ekki óvenjulegt miðað við staðla nútímans, en það er samt nógu gott að 20 til 80 prósent áfylling ætti aðeins að taka um hálftíma.
Hins vegar, þó að margt hafi breyst varðandi Nissan Leaf, erum við ánægð að segja frá því að hann verður áfram framleiddur í verksmiðju Nissan í Sunderland. Sama aðstaða mun einnig sjá um að framleiða næstu kynslóð Nissan Juke sem kemur árið 2026 og alrafmagnaða Nissan Qashqai sem við vitum að er á leiðinni.
Nissan Leaf í gegnum kynslóðirnar
Nissan Leaf hefur farið úr tímamóta rafbíl í rafsportjeppa á þremur kynslóðum. Skoðum það nánar…
Nissan Leaf fyrsta kynslóð

2011 til 2017
Sem fyrsti fjöldamarkaðsrafbíll heimsins var upprunalegi Nissan Leaf sannur brautryðjandi í nútíma bílaheiminum og ruddi brautina fyrir fjölbreytt úrval af skynsamlegum, rafknúnum fjölskyldubílum í dag. Fyrstu eintökuin voru smíðuð í Japan, hvert um sig knúið af 24kWh rafhlöðu sem skilaði aðeins 175 km drægni. Verksmiðja Nissan í Sunderland byrjaði að framleiða Leaf árið 2013 og nokkrum árum síðar varð stærri 30kWh rafhlaða fáanleg sem gat farið 249 km á hleðslu. Meira en hálf milljón Mk1 Leaf-bíla var seld þegar önnur kynslóðin kom fram á sjónarsviðið.
Nissan Leaf önnur kynslóð

2018 til 2024
Ólíkt forvera sínum fékk önnur kynslóð Leaf meiri samkeppni. Árið 2018 höfðu Volkswagen, Kia, Renault og önnur vörumerki stokkið á vagninn og sett á markað sína eigin rafbíla. Til að bregðast við því, voru miklar framfarir fyrir aðra kynslóð Leaf meðal annars opinbert drægni allt að 384 km fyrir ‘Leaf e+’, auk kynningar á ‘e-pedal’ aðgerð, öðru nafni „eins fótstigs akstur“, sem var fínn eiginleiki þegar bílnum var ekið í innanbæjarumferð.
(byggt á frétt á vef Auto Express)
Umræður um þessa grein