Þessum nýja Mercedes E-Class er ætlað að keppa við BMW 5
Nýr Mercedes E-Class hefur stækkað – en allar útgáfur eru nú rafvæddar
Sjötta kynslóð Mercedes E-Class er komin fram í dagsljósið og var frumsýnd á netinu í dag, þriðjudag 25. april, kl 15:00 og nokkrar umtalsverðar endurbætur hafa verið gerðar á fólksbílnum sem hefur þjónað í mörg ár, og sem mun keppa við nýju BMW 5 seríuna.
Sérhver aflrás sem í boði er í nýja E-Class er rafmögnuð, eftir fordæmi sem uppfærði GLE jeppinn gefur. Hins vegar, ólíkt væntanlegri 5 seríu, er engin alrafmögnuð útgáfa; slíkur valkostur er í EQE-bílnum sem er af svipaðri stærð.
Þegar kemur að hönnun er nýi E-Class komin skrefum fram út á undan forvera sínum. Bíllinn inniheldur útlitsþætti frá S-Class og EQE gerðum – sérstaklega nýja grillið (sem hægt er að vera með baklýst sem valkostur) og með gljásvarta umgerð. Þynnri LED framljós og afturljós – hin síðarnefndu með þríhyrningsstjörnumerki – eru einnig með.
Nýjasti E-Class hefur stækkað í allar áttir, sem hefur skilað sér í meira plássi inni, að sögn Mercedes. Farangursrýmið er áfram 540 lítrar fyrir gerðir með brunahreyfli og 370 lítrar fyrir PHEV bíla.
Mercedes E-Class – aftan.
Loftþolsstuðull upp á 0,23Cd ætti að hjálpa til við að auka skilvirkni, og fyrir frekari lyftingu eru felgur bílsins (á bilinu 17 til 21 tommur, allt eftir forskrift) loftaflfræðilega fínstilltar. Nýjasti E-Class er einnig með innfelldum hurðarhandföngum og virku grilli, sem hægt er að loka til að minnka viðnám þegar kæliþörf minnkar.
Með því að festa ímynd E-Class sem lúxusmiðað val í flokki bíla fyrir stjórnendur er mikið af tækni nýja bílsins innblásið af stærri S-Class-bílnum. Stóru fréttirnar eru valfrjálst „Superscreen“ mælaborð E-Class. Þetta er í rauninni minni útgáfa af Hyperscreen sem sést í EQS og S-Class, og er með nýjustu MBUX upplýsinga- og afþreyingakerfinu. Hönnunin er svipuð, með stórum miðskjá og tveimur spjöldum hvorum megin fyrir farþega að framan.
Öryggiskerfi fela í sér virkan blindblettaviðvörun og hemlaaðstoð, en E-Class er nú fáanlegur með sjálfvirkri bílastæðaþjónustu.
Þegar kemur að aflrásum er nýi E-Class boðinn með mild-hybrid eða tengiafli, þar sem allar gerðir fá níu gíra sjálfskiptingu. Mildir tvinnbílar byrja með 201 hestafla E 200, sem notar 2,0 lítra fjögurra strokka bensínvél sem er styrkt af 23 hestafla rafmótor.
Samkvæmt heimasíðu Mercedes Benz mun sala á bílnum í Evrópu hefjast sumarið 2023
- Helmingur allra gerða sem fáanlegar eru í Evrópu verða fjórðu kynslóðar tengitvinnbílar
- Skemmtiupplifunin er yfirgripsmikil, gagnvirk og gáfuleg
Í meira en 75 ár hefur E-Class sett viðmið fyrir meðalstóra lúxusfólksbíla. Árið 2023 mun Mercedes-Benz opna nýjan kafla fyrir fólksbíl fyrir viðskiptaheiminn: Nýr E-Class vísar veginn í umskipti frá brunavél yfir í rafdrif. Á sama tíma leyfir ný rafeindatæknihönnun alhliða stafræna notendaupplifun. Fyrstu fólksbíls-gerðirnar af 214 seríunni munu koma til evrópskra söluaðila haustið 2023.
Rúmgóð stærð farþegarýmis má að hluta til þakka hjólhafinu sem er 22 mm lengra en á fyrri gerðinni (2961 mm).
Upplýst umgjörð grillsins (valfrjáls aukabúnaður) er með tveimur ljósleiðurum á bak við krómræmurnar. Ljós er sent inn í glertrefjabúnt með LED-einingum.
Með tveimur skjástílum (klassískum og sportlegum) og þremur stillingum (akstur, aðstoð, þjónustu) er hægt að sérsníða grafík skjáanna. Nýja MBUX fylgir breyting á framsetningu helstu tákna á skjánum. Þau eru sett fram á einfaldari hátt og byggt á litunum sem notaðir eru fyrir snjallsíma.
Mercedes E-Class – mælaborð.
Dísilaflið kemur í formi 194 hestafla 2,0 lítra fjögurra strokka E 220 d mildri tvinngerð. Þetta er hægt að fá með annað hvort afturhjóladrifi eða 4MATIC fjórhjóladrifi.
Tengitvinn útgáfur af E-Class geta ekið allt að 117 km á rafmagni eingöngu, með 25,4kWh rafhlöðu og rafmótor, studdur af 2,0 lítra fjögurra strokka bensínvél. E 300 e býður upp á heildarafl upp á 312 hestöfl, eða það er 381 hestöfl í E 400 e. E 300 de diesel PHEV mun bætast í hópinn síðar.
Þrátt fyrir lengra hjólhaf nýja E-Class er snúningshringurinn minni en 11,6 metrar fráfarandi gerðarinnar. Tæknipakkinn sem er valfrjáls inniheldur afturhjólastýri sem getur bætt við 4,5 gráðu halla og minnkað beygjuhringinn í 10,8 metra. Airmatic loftfjöðrun með stillanlegum dempara fylgir einnig með.
Nýr E-Class Exclusive line
Samhliða bílnum sem við vorum að fjalla um hér að ofan er Mercedes Benz einnig að frumsýna íburðarmeiri útgáfu af bílnum undir heitinu Mercedes Benz E-Class Exlusive line.
(fréttir á vef AutoExpress og vefsíðu Mercedes)
Umræður um þessa grein