Nýr 2021 Honda HR-V tvinnsportjeppi frumsýndur
- Þriðja kynslóð Honda HR-V sportjeppans fær tvinndrifrás sem staðalbúnað
- Engir bílar HR-V lengur bara með bensín eða dísilvél
Honda hefur frumsýnt nýjan Honda HR-V, þriðju kynslóð japanska þessa snaggaralega sportjeppa – og hann er nú kominn í fyrsta sinn með tvinndrifrás, eða hybrid. Það verður enginn hreinn bensín- eða dísilvalkostur þar sem nýr HR-V fær tveggja mótora e:HEV eða tvinnkerfi Honda sem staðalbúnað.
Samhliða bættri hagkvæmni fyrir vikið státar nýr HR-V einnig af fullkomnari öryggisaðgerðum og uppfærðri tækni, en hönnunin hefur einnig tekið skref fram á við.
Í meðfylgjandi myndum frá Honda er bara að finna myndir úr innanrými með stýrið hægra megin, en væntanlega koma myndir fyrir okkar markaðssvæði síðar.
HR-V hefur alltaf boðið upp á meira coupé-innblásið útlit miðað við suma litla sportjeppa og þessi þriðju kynslóðar bíll hefur tekið þetta enn lengra og fengið smá innblástur í hönnun frá Honda e:Concept rafbílnum.
Að framan er bíllinn með nýtt samþætt grill. Í hönnuninni eru löng vélarhlíf en lóðréttari hliðar á yfirbyggingu, sem þýðir „það hefur engin áhrif á innra rými,“ samkvæmt Honda.
Vörumerkið fullyrðir að stílhreinn innblástur hafi ekki haft áhrif á hagkvæmni þar sem fjórir fullorðnir geti setið þægilega vegna snjallrar hönnunar e: HEV tvinnkerfisins.
Engar opinberar upplýsingar eru um aflrás Honda, en með tilvísanir í tveggja mótora tvinnkerfi, má reikna með að bíllinn noti sama fyrirkomulag e:HEV uppsetningar (þetta er þriðji bíllinn í Honda línunni sem ber þetta merki) eins og í Honda Jazz.
Þetta myndi þýða 1,5 lítra fjögurra strokka bensínvél ásamt tveimur rafmótorum. Í Jazz skilar þetta samtals 108 hestöflum, en stærri HR-V gæti fengið hærri heildartölu afls.
Hins vegar knýr aðeins einn rafmótor bílinn beint – framdrifsmótorinn. Hinn er tengdur við bensínvélina (1,5 einingin knýr framhjólin einnig beint í gegnum CVT sjálfskiptan gírkassa) og er notaður sem rafall til að hlaða litíumjón rafhlöðu bílsins.
Að bjóða upp á nýja HR-V með þessari e:HEV aflrás er aðeins hluti af skuldbindingu Honda um að rafvæða allar aðalgerðirnar í Evrópu árið 2022.
Kaupendur leita oft í átt að minni sportjeppum til að fá aðeins meiri notagildi samanborið við minni hlaðbak eða fólksbíl og HR-V tekur á þessu með fjölhæfri lausn Honda: „Magic Seats“.
Þessi uppsetning gerir kleift að leggja aftursætisbökin niður eins og venjulega, en það er líka hægt að hafa þau á sínum stað og flett sætisbotnunum upp – eins og á bíósæti – til að auka hagkvæmnina.
Inni í bílnum er líka meira af tækni. Honda hefur fjárfest mikið í upplýsingamiðlun sinni undanfarin ár og HR-V lítur út fyrir að fá svipað kerfi og rafknúni Honda e borgarbíllinn og Honda Jazz, þar með talin nýjasta tengitækni snjallsíma.
Aðalupplýsingaskjárinn er vel staðsettur á mælaborðinu, sem er með einfalda hönnun.
Hinn nýi Honda HR-V kemur í sölu síðar á þessu ári.
(byggt á frétt á Auto Express)
Umræður um þessa grein